Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Skarðaborg
Bóndinn 22. október 2015

Skarðaborg

Sigurður Ágúst byrjaði á félagsbúskap með föður sínum, Þórarni Ragnari Jónsyni, í kringum árið 1980 og var það þannig fram til ársins 2000 þegar Sigurður tekur alfarið við búinu ásamt konu sinni Helgu Guðrúnu. 
 
Frá árinu 1986 hafa þau eignast fjóra syni (Jón Ágúst, Sigþór, Bjarka og Helga Maríus) og eru þrír yngstu enn heima við að hjálpa til í búskapnum ásamt því að vera í skóla og vinnu. 
 
Á þessu ári stækkuðu þau við sig og keyptu ásamt Jóni Þór Ólasyni jörðina við hliðina á (Einarsstaði). Næstelsti sonurinn býr svo ásamt fjölskyldu sinni á Einarsstöðum. Skarðaborg og Einarsstaðir eru bæði nýbýli úr Skörðum svo það má segja að það sé búið að sameina gömlu jörðina Skörð aftur.
 
Býli:  Skarðaborg.
 
Staðsett í sveit:  Í Reykjahverfi í Suður-Þingeyjarsýslu.
 
Ábúendur: Sigurður Ágúst Þórarinsson og Helga Guðrún Helgadóttir.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra):
Fjórir synir, þeir Jón Ágúst, 1986 (vélaverkfræðingur), búsettur á Akureyri, Sigþór, 1990 (kjötiðnaðarmaður og matsmaður í Norðlenska), býr á Einarsstöðum, Bjarki, 1993 (húsasmiður og búfræðingur), býr á Skarðaborg, Helgi Maríus, 1999, býr á Skarðaborg og er í framhaldsskóla á Laugum í Reykjadal.
 
Stærð jarðar?  Kringum 5.200 hektarar!
 
Gerð bús? Sauðfjárrækt ásamt því að vera með heimavinnslu og selja afurðir beint frá býli.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? Um 800 fjár á vetrarfóðrum, tveir Border Collie-fjárhundar og 10 hestar.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum?
Enginn vinnudagur er hefðbundinn, alltaf einhver ný verkefni á hverjum degi og alltaf nóg að gera. 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Skemmtilegast er auðvitað sauðburðurinn, heyskapurinn, smalamennskur og fjárrag – girðingarvinna og vorverk í snjóþungum vorum eru mjög leiðinleg og erfið verk.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Við sjáum bústærðina mjög svipaða og er í dag og ef til vill synirnir komnir enn meira í búskapinn og vonandi enn meiri framför í sauðfjáræktinni.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Mættu standa sig betur og vera harðari.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Vonandi vel.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Að selja meira út af fersku kjöti og vekja meiri áhuga á gæði og hreinleika kjötsins.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, egg, smjör, ostur og Húsavíkur Jógúrt.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Eyvindur með hor (kjöt og karrí) og svo er gríðarlega vinsælt að grilla eitthvert góðgæti úr heimavinnslunni eins og ærfille.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Það var sérstaklega eftirminnilegt eftir hausthretið 2012 þegar farið var upp í heiði þann 13. okt. og finna þá þar tvær ær lifandi og hrút undan annarri þeirra sem var þá dauður. Þær höfðu þá verið í rúman mánuð í fönn og lifa þær enn í dag (sjá mynd).

5 myndir:

Bjartsýnir geitabændur
Bóndinn 17. maí 2024

Bjartsýnir geitabændur

Nú kynnast lesendur búskapnum á Gilhaga í Öxarfirði, en við gefum Brynjari Þór V...

Starfinu fylgja forréttindi
Bóndinn 29. apríl 2024

Starfinu fylgja forréttindi

Elínborg Erla Ásgeirsdóttir býr í Breiðargerði í fyrrum Lýtingsstaðahreppi í Ska...

Dýrmæt samvinna
Bóndinn 15. apríl 2024

Dýrmæt samvinna

Þórdís Halldórsdóttir bóndi kynnir lesendum búskap sinn á Ytri-Hofdölum í Skagaf...

Verðmæti til í öllu
Bóndinn 22. mars 2024

Verðmæti til í öllu

Grænegg eiga sér tæplega 70 ára fjölskyldusögu í hænsnarækt auk þess sem Sveinbj...

Allir vegir færir
Bóndinn 8. mars 2024

Allir vegir færir

Steinþór Logi Arnarsson og Eydís Anna Kristófersdóttir, sauðfjárbændur í Stórhol...

Forréttindastarf
Bóndinn 23. febrúar 2024

Forréttindastarf

Hjörvar Ágústsson hrossaræktarbóndi gefur hér lesendum innlit í líf og starf fjö...

Enginn dagur eins
Bóndinn 9. febrúar 2024

Enginn dagur eins

Óli Finnsson er garðyrkjubóndi ásamt Ingu Sigríði Snorradóttur. Þau fluttu árið ...

Horfir fram á veginn
Bóndinn 26. janúar 2024

Horfir fram á veginn

Ísak Jökulsson bóndi rekur búið Ósabakka ehf. í samvinnu við föður sinn, Jökul H...