Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Ungbarnabylgjuteppi
Hannyrðahornið 20. apríl 2015

Ungbarnabylgjuteppi

Ég er búin að sjá mörg falleg teppi prjónuð og hekluð úr Basak-garninu, það er til í svo mörgum fallegum litum að það er endalaust hægt að raða saman fallegum litasamsetningum. Svo er það svo drjúgt í prjóni en það er í 100 g dokkum. 
 
Nýlega eignaðist ég fallegan lítinn ömmustrák og þá var tilvalið að skella í bylgjuteppi handa honum og blátt skyldi það vera því hann var fyrsti strákurinn í þeirri fjölskyldu. Það var nóg garn í hosur líka svo þær flutu með. 
 
Þetta mynstur er einfalt þar sem mynsturprjónið er bara í 4 hverri umferð þannig að það er fljótprjónað og hægt að prjóna það yfir sjónvarpinu. 
 
Teppið mælist 70 x 72 cm en þið getið bæði lengt það og breikkað.
 
Þá hleypur mynstrið á 12 l og hver bekkur á 4 umferðum en passa að byrja og enda á sama lit.
 
Efni: Basak frá Kartapu, útsölustaði og liti getið þið séð á www.garn.is.
1 dokka í lit.
No 010 hvítt , no 540 ljósblátt og no 530 fánablátt.
Tölur 5–6 stk. sjá www.garn.is Töluland, mikið úrval af tölum og upplýsingar um sölustaði.
Prjónar: 
nr 4,5 og heklunál nr 3.
 
Aðferð:
Byrjað er á dekkri bláa litnum svo ljósbláa þá hvíta litnum og prjónaðar 4 umferðir af hverjum lit í rendur. Alltaf er skipt um lit á mynsturumferðinni.
 
Fitjið upp 160 L á hringprjóninn mjög laust með dekkri bláa litnum, jafnvel gott að leggja sama 2 prjóna og draga svo annan prjóninn út úr lykkjunum þegar uppfitjun er lokið til að hafa það nógu laust. 
 
Prjónið nú fram og til baka fyrstu 3 umferðirnar slétt, fyrsta umferðin er rangan.
 
Þá er mynsturumferð sem er endurtekin í fjórðu hverri umferð og hún er alltaf frá réttu. Prjónið 8 L slétt takið 2 l saman þrisvar sinnum* slá uppá og prjóna 1 l sl 6 sinnum , 2 l saman 6 sinnum *prjónið þannig þar til 14 l eru eftir á prjóninum þá eru prjónaðar 2 l saman 3 sinnum og 8 l slétt. 
 
Ein umferð brugðin til baka , næsta umferð slétt og síðan ein umferð brugðin til baka.
 
Nú kemur sams konar mynsturumferð og fyrr en nú er skipt um lit og ljósblái liturinn prjónaður 8 L sl, 2 l saman 3 sinnum og svo * endurtekið* þar til 14 l eru eftir á prjóninum sem eru prjónaðar slétt. Þá er skipt yfir á hvíta litinn og prjónað á sama hátt þar til komnar eru 13 ljósbláar rendur,  13 hvítar eða eins og þið viljið hafa teppið langt endað er á dekkri bláa litnum og prjónaðar að lokum 3 bláar umferðir slétt.
Fellt af mjög laust.
Nú er gott að hekla allan hringinn með fastahekli til að styrkja kantana.
Því næst hekla takka yfir fastaheklið þannig. 1 fastap í fyrstu l, 3 loftlykkjur , 1 fastapinni í fyrstu loftlykkjuna hlaupa yfir 1 fastapinna og hekla fastapinna í þar næsta fastapinna. Endurtaka allan hringinn. Ganga frá endum. Þvo og leggja flatt til þerris.
 
Ungbarnahosur:
Þessar hosur eru í stíl við teppið þannig að byrjað er á sama mynstri og lýst er í uppskriftinni af teppinu.
Fitjað mjög laust  upp 36 l á 3 sokkaprjóna nr 4 með dekkri bláa litnum, gott er að nota stutta bambusprjóna þar sem þetta er svo smátt stykki. 12 L á hvern prjón.
Prjóna núna í hring 3 umferðir slétt og síðan mynstur eins og lýst var í teppinu nema 
nú eru prjónaðar saman 2 l , 6 sinnum og slegið uppá og prjónuð 1 l slétt 6 sinnum. 3 sléttar umferðir á milli. Næst kemur ljósblátt og svo hvítt. Skipt um lit í mynsturumferð. 
Prjónaðar 3 rendur með mynstri blá, ljósblá og hvít. Prjóna eina umferð slétt eftir það og eftir það með ljósbláu það sem eftir er af hosunni. Því næst er prjónað stroff 1 L slétt og 1 lykkja brugðin  5 umferðir. 
Nú er prjónuð ein gataröð þannig: 2 l prjónaðar slétt saman slegið uppá, endurtekið allan hringinn. Nú eru allar lykkjur geymdar nema 10 L beint fyrir framan eitt mynstrið en þær eru prjónaðar slétt fram og til baka 3,5 sm.
 
Takið nú upp 6 L sitt á hvorri hlið og prjónið nú slétt í hring allar lykkjurnar 6 umferðir. Þetta eru hliðarnar á hosunum.
 
Nú eru aftur geymdar allar L nema 10 L á móti lykkjunum 10 sem prjónaðar voru áður og þær prjónaðar slétt fram og til baka en það er sólinn á hosunum. Prjónið tunguna þar til hún er jafn löng og hliðarnar. Mér finnst gott að lykkja saman þessar 10 L við hælinn og sauma saman í hliðunum en þið getið líka bara fellt af þegar sólinn er orðinn nógu langur og saumað sólann við hliðarnar og hælinn.
 
Gengið frá endum. Snúa saman snúru úr öllum litunum sem passar á lengdina og draga hana í gegnum gataröðina. Binda slaufu að framan.
 
Góða skemmtun og gleðilegt sumar en sumardagurinn fyrsti er í næstu viku.
 
Vonandi verður þá farið að glitta í vorið.

4 myndir:

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna
Fréttir 13. júní 2022

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna

Nýlega skrifuðu forsvarsmenn Örnu í Bolungarvík og forsvars- menn Reykjavík...

Samdráttur í sölu á fræi
Fréttir 8. júní 2022

Samdráttur í sölu á fræi

Samkvæmt lauslegri könnun Bændablaðsins er búið að flytja inn rúm tvö tonn a...

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu
Fréttir 8. júní 2022

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu

Rúmlega tuttugu íslensk fyrirtæki sem tengjast landbúnaði og matvælaframleiðslu ...