Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Eymundur Magnússon og Eygló Björk Ólafsdóttir, bændur í Vallanesi.
Eymundur Magnússon og Eygló Björk Ólafsdóttir, bændur í Vallanesi.
Mynd / smh
Lesendarýni 9. maí 2017

Nokkur orð um sjálfboðaliða

Höfundur: Eygló Björk Ólafsdóttir, lífrænn bóndi í Vallanesi
WWOOF – (World Wide Opportunties on Organic farms) eru alþjóðleg sjálfboðaliðasamtök, stofnuð árið 1971, sem gefa ungu fólki tækifæri til að fræðast um og taka þátt í lífrænum búskap í stuttan tíma.  
 
Samtökin eru ekki rekin í hagnaðarskyni og ná til meira en 100 landa með 15.000 gestgjafa og u.þ.b. 120.000 skráða sjálfboðaliða.  
 
Sjálfboðaliðar og gestgjafar, samband jafningja  
 
Sjálfboðaliðarnir velja sér land og gestgjafa í gegnum þar til gert skráningarkerfi og taka þátt í störfum gestgjafans í stuttan tíma, oft 2–3 vikur.  Þeir greiða sjálfir ferðakostnað en fá í staðinn mat og húsaskjól.
 
Eitt af grundvallaratriðum í WWOOF er að hér er um að ræða jafningjasamband þar sem aðilar hjálpast að án skuldbindinga og peningar mega ekki fara á milli, t.d. í formi launa eða húsaleigu.  
 
Þátttakendur í WWOOF eru á öllum aldri, þó mest ungt fólk sem almennt hefur enga reynslu af landbúnaði. Mörg dæmi eru um að sjálfboðaliðar hafi síðan hafið búskap en ýmsir nýta sér þessa reynslu á öðrum sviðum, s.s. í listum, til að víkka þekkingu sína og takast á við eitthvað nýtt. Að „wwoof-a“ er ekki að ráða sig í vinnu,  heldur tilbreyting frá námi eða starfi og vinsæll ferðamáti þar sem fólk kynnist landinu innan frá með því að búa og starfa með fólkinu sem þar býr um stundarsakir.  Þetta er einnig ódýr ferðamáti og hentar þeim sem ekki hafa mikið fé á milli handanna. 
 
Gestgjafar í lífrænni ræktun
 
Gestgjafar, sem iðulega eru bændur í lífrænni ræktun, hafa verið á Íslandi síðan 2001, að jafnaði 3–5 aðilar. Komi upp efasemdir um heilindi eða erindi gestgjafans í þennan félagsskap  er hægur leikur fyrir stjórnendur samtakanna að taka gestgjafann af skrá í kerfi sem er gagnsætt og báðir aðilar geta miðlað sinni reynslu af viðkomandi. Skýrt er tekið fram í reglum WWOOF að sjálfboðaliðarnir eiga ekki að gegna hlutverki starfsmanna heldur veiti aðstoð í stuttan tíma, og þeir gegna engum launþegaskyldum.  
 
Aðstoð sjálfboðaliðanna er liður í að viðhalda ræktun með sjálfbærum aðferðum og er þar með umhverfisvernd í sjálfu sér. Í verkefninu sér ungt fólk oft fyrir sér atvinnutækifæri í dreifbýli og gegnir verkefnið því hlutverki í byggðaþróun. Verkefnið miðlar þekkingu, umhverfismeðvitund og nýjum hugmyndum á milli fólks, það eflir tengsl, vináttu og tungumálakunnáttu.
 
Rótgróin hefð í Evrópu 
 
Undanfarið hefur umræða um sjálfboðaliðastörf verið sett á dagskrá á Íslandi um leið og unnið er gegn svartri atvinnustarfsemi. Gera verður greinarmun á þessu tvennu, þ.e. svartri atvinnustarfsemi og formlegum viðurkenndum leiðum eftir hverjum ungt fólk getur ferðast og lært. Það er slæmt ef slík alþjóðleg verkefni gjalda þess hér á landi að reglur eru óskýrar eða í miklu ósamræmi við það sem almennt tíðkast, en engin lög eru til um sjálboðaliðastarf á Íslandi.  Rótgróin hefð er í Evrópu og víðar fyrir sjálfboðaliðastarfi líkt og í gegnum WWOOF og Ísland er hér virkur þátttakandi því við notum  sömu leiðir  til að upplifa önnur lönd og menningu. 
 
Í Svíþjóð er WWOOF viðurkennt  sem ferðamáti (eco-tourism) og í flestum löndum er rými til slíkra þátttökuheimsókna  innan skilgreinds 3 mánaða ferðamannatímabils. Í Bretlandi er WWOOF skráð sem viðurkennt félag sem yfirvöld hafa gefið leyfi til starfa, líkt og þar tíðkast með góðgerðarfélög og Írland hefur farið svipaða leið. 
 
WWOOF hefur bent á að starfsemi þeirra er í samræmi við öll 17 sjálfbærnimarkmið Sameinuðu þjóðanna og hefur  mannrækt og umhverfisvernd að leiðarljósi.  Ávinningur af slíkri samvinnu er góður fyrir samfélagið og í takt við ýmis alþjóðleg markmið sem vinna þarf að.
 
Höfundur:
Eygló Björk Ólafsdóttir,
lífrænn bóndi í Vallanesi
Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum
Fréttir 28. september 2023

Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum

Algalíf, íslenska líftæknifyrirtækið, stefnir á að hasla sér völl í framleiðslu ...

Innviðauppbygging til 2025
Fréttir 28. september 2023

Innviðauppbygging til 2025

Fara á í 127 verkefni fram til ársins 2025 við uppbyggingu innviða til að mæta á...

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni
Fréttir 28. september 2023

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni

Sjávarútvegsráðstefnan 2023 verður haldin 2.–3. nóvember í Hörpu. Áhersluatriði ...

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu
Fréttir 27. september 2023

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins greindum við frá því að Halla Sigríður Steinól...

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi
Fréttir 26. september 2023

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi

Nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands vinna fjölbreyttar rannsóknir og tilraunaver...

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar
Fréttir 26. september 2023

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar

25 af 33 eyfirskum bændum sem spurðir voru, sögðu að þeir myndu myndu nýta sér k...

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. se...

Ágúst verður forstöðumaður
Fréttir 25. september 2023

Ágúst verður forstöðumaður

Ágúst Sigurðsson hefur verið skipaður forstöðumaður Lands og skógar, nýrrar stof...