Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Málþingið Lífræn ræktun, umhverfi og lýðheilsa
Fréttir 12. nóvember 2020

Málþingið Lífræn ræktun, umhverfi og lýðheilsa

Í dag, fimmtudaginn 12. nóvember heldur Fagráð í lífrænum búskap málþingið Lífræn ræktun, umhverfi og lýðheilsa. Málþingið fer fram rafrænt frá 10.00 – 16.00 en fundarstjóri er Ragnheiður I. Þórarinsdóttir, rektor Landbúnaðarháskólans.

Meðal erinda verða Lífræn ræktun og kolefni í jarðvegi – binding eða losun? sem Þorsteinn Guðmundsson, doktor í jarðvegsfræði frá Háskólanum í Aberdeen og prófessor við LBHÍ heldur. Einnig flytur Cornelias Aart Meijles, umhverfisverkfræðingur og sérfræðingur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins í hringrásarhagkerfum fyrirlesturinn Hringrásarkerfið – næringarefni í umferð á Íslandi. Gunnþór Guðfinnsson, garðyrkjufræðingur og lífrænn bóndi í Skaftholti fjallar um lífræna ræktun í framkvæmd og Carlo Leifert, prófessor og doktor í örverufræði frá Southern Cross University fer yfir nýjustu rannsóknir á lífrænt ræktuðum matvælum og áhrifum á heilsu. Sveinn Margeirsson, doktor í iðnaðarverkfræði heldur erindið Lífræn sauðfjárrækt á Íslandi – hvað þarf til? Ásamt þessu kemur fram sjónarmið nýliða um lífræna framtíð á Norðurlandi sem Sunna Hrafnsdóttir, lífrænn bóndi að Ósi í Hörgársveit flytur.

Hægt verður að tengjast málþinginu hér í gegnum vef Bændablaðsins.

Ætlunin að jafna leikinn
Fréttir 25. mars 2025

Ætlunin að jafna leikinn

Markmið nýs jarðhitaátaks er að jafna leikinn á milli þeirra 90% landsmanna sem ...

Heimafólk lítt hrifið af áformum Zephyr
Fréttir 25. mars 2025

Heimafólk lítt hrifið af áformum Zephyr

Matsáætlun um vindorkuver á Þorvaldsstöðum í Borgarbyggð er nú í skipulagsgátt. ...

Jóhannes nýr bústjóri
Fréttir 24. mars 2025

Jóhannes nýr bústjóri

Jóhannes Kristjánsson hefur verið ráðinn bústjóri Hvanneyrarbúsins.

Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...

Eignast allt Lífland
Fréttir 21. mars 2025

Eignast allt Lífland

Þórir Haraldsson hefur skrifað undir kaup á 50 prósenta hlut í Líflandi ehf. af ...

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi
Fréttir 21. mars 2025

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi

Bændasamtök Íslands kalla eftir því að dráttarvélar og eftirvagnar í landbúnaði ...