Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Málþingið Lífræn ræktun, umhverfi og lýðheilsa
Fréttir 12. nóvember 2020

Málþingið Lífræn ræktun, umhverfi og lýðheilsa

Í dag, fimmtudaginn 12. nóvember heldur Fagráð í lífrænum búskap málþingið Lífræn ræktun, umhverfi og lýðheilsa. Málþingið fer fram rafrænt frá 10.00 – 16.00 en fundarstjóri er Ragnheiður I. Þórarinsdóttir, rektor Landbúnaðarháskólans.

Meðal erinda verða Lífræn ræktun og kolefni í jarðvegi – binding eða losun? sem Þorsteinn Guðmundsson, doktor í jarðvegsfræði frá Háskólanum í Aberdeen og prófessor við LBHÍ heldur. Einnig flytur Cornelias Aart Meijles, umhverfisverkfræðingur og sérfræðingur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins í hringrásarhagkerfum fyrirlesturinn Hringrásarkerfið – næringarefni í umferð á Íslandi. Gunnþór Guðfinnsson, garðyrkjufræðingur og lífrænn bóndi í Skaftholti fjallar um lífræna ræktun í framkvæmd og Carlo Leifert, prófessor og doktor í örverufræði frá Southern Cross University fer yfir nýjustu rannsóknir á lífrænt ræktuðum matvælum og áhrifum á heilsu. Sveinn Margeirsson, doktor í iðnaðarverkfræði heldur erindið Lífræn sauðfjárrækt á Íslandi – hvað þarf til? Ásamt þessu kemur fram sjónarmið nýliða um lífræna framtíð á Norðurlandi sem Sunna Hrafnsdóttir, lífrænn bóndi að Ósi í Hörgársveit flytur.

Hægt verður að tengjast málþinginu hér í gegnum vef Bændablaðsins.

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...

Vanræksla kærð til lögreglunnar
Fréttir 30. apríl 2024

Vanræksla kærð til lögreglunnar

Matvælastofnun tilkynnti þann 9. apríl sl. að stofnunin hefði kært til lögreglu ...

Kjötmjöl verði skilgreint sem áburður en ekki aukaafurð dýra
Fréttir 30. apríl 2024

Kjötmjöl verði skilgreint sem áburður en ekki aukaafurð dýra

Orkugerðin ehf. í Flóanum stefnir að því innan fárra mánaða að breyta framleiðsl...

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður
Fréttir 29. apríl 2024

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður

Breytingar hafa orðið á stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...