Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Tíu verkefni hafa verið valin í viðskiptahraðal Til sjávar og sveita en alls bárust 70 umsóknir inn í hraðalinn.
Tíu verkefni hafa verið valin í viðskiptahraðal Til sjávar og sveita en alls bárust 70 umsóknir inn í hraðalinn.
Fréttir 25. ágúst 2020

Frumleg og fjölbreytt verkefni

Höfundur: Erla Gunnarsdóttir

Viðskiptahraðallinn Til sjávar og sveita fer fram í annað sinn í haust og er samstarfsverkefni Íslenska sjávarklasans, Matarauði Íslands, Nettó og Landbúnaðarklasans. Nú hafa tíu fyrirtæki verið valin úr 70 umsóknum en Icelandic Startups hefur umsjón með hraðlinum. Fyrirtækin sem valin hafa verið hafa mörg hver skírskotun til landbúnaðar eins og framleiðsla á rjómalíkjör, sauðamjólk og svepparækt.

Viðskiptahraðallinn Til sjávar og sveita – frá hugmynd til hillu, leggur áherslu á sjálfbærar lausnir í landbúnaði og sjávarútvegi með það að markmiði að hvetja til aukinnar nýsköpunar í þessum greinum. Fyrirtækin 10 fá leiðsögn sérfræðinga í tíu vikur og aðgang að breiðu tengslaneti leiðbeinenda.

Eftirfarandi fyrirtæki voru valin:

Vegangerðin – Framleiðir matvöru sem inniheldur engar dýraafurðir.

Ovis Cosmetics – Framleiðir keratín úr hornum og klaufum sauðfjár sem nýtt er við framleiðslu snyrtivara.

Broddur – Heilsuskot úr broddmjólk mjólkurkúa.

Nielsen Restaurant – Framleiðir salatolíur úr vannýttum íslenskum villtum jurtum.

HorseDay – Stafræn þjálfunardagbók fyrir hesta sem styðst við æfingasafn viðurkenndra þjálfunaraðferða frá Háskólanum á Hólum.

Eylíf – Heilsuvörulína sem samanstendur af hreinum íslenskum hráefnum og framleidd hérlendis með sjálfbærum hætti.

Jöklavín – Fyrsti íslenski rjómalíkjörinn sem er framleiddur af megninu til úr innlendum hráefnum.

Sauðagull – Vinnur matarafurðir úr íslenskri sauðamjólk.

Sælkerar ehf. – Rækta mismunandi tegundir sveppa og míkrógrænmeti ásamt því að fara í þróunarvinnu á byggðarræktun.

Marea Íslenskt lífplast – Notar sjávarþang sem fæst hérlendis sem grunnefni í framleiðslu á niðurbrjótanlegum vörum sem koma í stað einnota plasts.

 

 

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti
Fréttir 25. apríl 2025

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti

Fyrirtækið Pure North í Hveragerði hefur nú náð að loka hringrás endurvinnslu á ...

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs
Fréttir 25. apríl 2025

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs

Reykjavík Open, sem hófst miðvikudaginn 9. apríl í Hörpu, hefur fyrir löngu fest...

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar
Fréttir 24. apríl 2025

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar

Fiskeldi á landi er vaxandi atvinnugrein, allnokkur stór eldisfyrirtæki eru í up...

Framleiðsla á Hrym í Búðardal
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu mi...

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.