Mynd/Bbl
Fréttir 19. ágúst 2019

Norðlenska hækkar greiðslur fyrir dilka

smh

Norðlenska hefur tilkynnt um hækkun á greiðslum fyrir dilka í komandi sláturtíð. Meðalverð hækkar úr 432 krónum á kílóið í 445 krónur á kílóið. Norðlenska greiðir þannig krónu hærra á kílóið en landsmeðaltal, sem stendur nú í 444 krónum á kílóið.