Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Ólafur Arnalds, prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands.
Ólafur Arnalds, prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands.
Fréttir 18. maí 2020

Hluti sauðfjárræktar nær ekki lágmarksviðmiðum gæðastýringar

Höfundur: Ritstjórn

Ólafur Arnalds, prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands, er gestur í hlaðvarpsþætti Áskels Þórissonar.  Umræðuefnið er landnýtingarþáttur gæðastýringar í sauðfjárrækt (LGS). Ólafur segir íslenskt samfélag veita gríðarlegum fjárhæðum til sauðfjárræktar og að hluti hennar nái ekki lágmarksviðmiðunum gæðastýringarinnar. Um leið er slæm staða íslenskra vistkerfa einn helsti umhverfisvandi landsins. Fjármunum til sauðfjárbænda er beint í gegnum sérstakt greiðslukerfi þar sem hluti styrkjanna er háður því að framleiðslan standist ákveðnar gæðakröfur.

Ólafur segir athugasemdir sínar varða aðeins um 3% landbúnaðar á Íslandi og um um 15% sauðfjárræktarinnar.

Sjálfbærni landsins

Meðal krafna sem LGS gerir, varða umhverfisáhrif sauðfjárbeitar; að framleiðslan standist viðmið fyrir sjálfbærni og ástand landsins sem er beitt. Þarna segir Ólafur að sé pottur brotinn.

Erfiðleikar við að afla upplýsinga leiddu til þess að Ólafur kærði málsmeðferð Matvælastofnunar til Úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Úrskurðurinn var Ólafi í hag og í kjölfarið fékk hann margs konar skjöl um meðferð landsins. Við skoðun gagna komst Ólafur að þeirri skoðun að margt hefði farið úrskeiðis og að þörf væri á að gera grein fyrir þróun og stöðu þessara mála á opinberum vettvangi. Það gerði Ólafur í riti LbhÍ, „Á röngunni“, þar sem fjallað er um alvarlega hnökra á framkvæmd landnýtingarþáttar gæðastýringar í sauðfjárrækt 

Mikilvægt að ekki sé stutt við ósjálfbæra nýtingu

Gæðastýringin er liður í samningum sauðfjárbænda við þjóðina um stuðning við atvinnugreinina. Framkvæmdin varðar verulega fjármuni af almannafé en heildarstuðningur nemur 6–7 milljörðum á ári eða 60 – 70 milljörðum á 10 árum. Ólafur segir mikilvægt að það fjármagn styðji ekki við ósjálfbæra nýtingu lands.

Viðtalið við Ólaf Arnalds er í hlaðvarpsþættinum Skeggrætt sem er aðgengilegur í spilaranum hér undir og á öllum helstu hlaðvarpsveitum.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...