Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Fleiri nýir sveitastjórar ráðnir
Fréttir 25. júlí 2022

Fleiri nýir sveitastjórar ráðnir

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Á síðustu vikum hafa nokkrir nýir sveitar- og bæjarstjórar verið ráðnir til starfa kringum landið.

Geir Sveinsson fékk starf bæjarstjóra í Hveragerði og tekur þar við af Aldísi Hafsteinsdóttur sem hefur stýrt bænum í 16 ár.

Í Mosfellsbæ tekur Regína Ástvaldsdóttir við bæjarstjórastól Mosfellsbæjar, en hún var áður bæjarstjóri á Akranesi og sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Í Norðurþingi tekur Katrín Sigurjónsdóttir, fyrrverandi sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar, við keflinu af Kristjáni Þór Magnússyni. Þá mun Iða Marsibil Jónsdóttir gegna embætti sveitarstjóra Grímsnes- og Grafningshreppar, en hún hefur á undanförnum árum alið manninn í Vesturbyggð og var þar meðal annars forseti bæjarstjórnar.

Nokkur umræða skapaðist um ráðningu Björns Bjarka Þorsteinssonar í starf sveitarstjóra Dalabyggðar, en hann var ekki meðal umsækjenda um stöðuna. Hann hefur verið framkvæmdastjóri Brákarhlíðar í Borgarnesi.

Unnur Valborg Hilmarsdóttir var ráðin í starf sveitarstjóra Húnaþings vestra í byrjun mánaðarins en er málefnum sveitarfélagsins nokkuð kunn, enda fyrrum oddviti sveitarstjórnar. Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir verður sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar en hún hefur áður gegnt starfi sveitarstjóra á Tálknafirði.
Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps réði Þórunni Sif Harðardóttur í starf sveitarstjóra en hún hefur unnið hjá hreppnum undanfarið ár og áður verið virkur þátttakandi í sveitarstjórnarmálum hjá Akureyrarbæ. Stefán Broddi Guðjónsson tekur við kefli Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur í Borgarbyggð. Stefán Broddi ólst upp í Borgarnesi og hefur síðastliðinn áratug starfað hjá Arion banka.

Þá er Hulda Kristjánsdóttir nýr sveitarstjóri í Flóahreppi og tekur þar við starfi af Eydísi Þ. Indriðadóttur.

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...