Fleiri nýir sveitastjórar ráðnir
Fréttir 25. júlí 2022

Fleiri nýir sveitastjórar ráðnir

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Á síðustu vikum hafa nokkrir nýir sveitar- og bæjarstjórar verið ráðnir til starfa kringum landið.

Geir Sveinsson fékk starf bæjarstjóra í Hveragerði og tekur þar við af Aldísi Hafsteinsdóttur sem hefur stýrt bænum í 16 ár.

Í Mosfellsbæ tekur Regína Ástvaldsdóttir við bæjarstjórastól Mosfellsbæjar, en hún var áður bæjarstjóri á Akranesi og sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Í Norðurþingi tekur Katrín Sigurjónsdóttir, fyrrverandi sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar, við keflinu af Kristjáni Þór Magnússyni. Þá mun Iða Marsibil Jónsdóttir gegna embætti sveitarstjóra Grímsnes- og Grafningshreppar, en hún hefur á undanförnum árum alið manninn í Vesturbyggð og var þar meðal annars forseti bæjarstjórnar.

Nokkur umræða skapaðist um ráðningu Björns Bjarka Þorsteinssonar í starf sveitarstjóra Dalabyggðar, en hann var ekki meðal umsækjenda um stöðuna. Hann hefur verið framkvæmdastjóri Brákarhlíðar í Borgarnesi.

Unnur Valborg Hilmarsdóttir var ráðin í starf sveitarstjóra Húnaþings vestra í byrjun mánaðarins en er málefnum sveitarfélagsins nokkuð kunn, enda fyrrum oddviti sveitarstjórnar. Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir verður sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar en hún hefur áður gegnt starfi sveitarstjóra á Tálknafirði.
Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps réði Þórunni Sif Harðardóttur í starf sveitarstjóra en hún hefur unnið hjá hreppnum undanfarið ár og áður verið virkur þátttakandi í sveitarstjórnarmálum hjá Akureyrarbæ. Stefán Broddi Guðjónsson tekur við kefli Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur í Borgarbyggð. Stefán Broddi ólst upp í Borgarnesi og hefur síðastliðinn áratug starfað hjá Arion banka.

Þá er Hulda Kristjánsdóttir nýr sveitarstjóri í Flóahreppi og tekur þar við starfi af Eydísi Þ. Indriðadóttur.

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna
Fréttir 13. júní 2022

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna

Nýlega skrifuðu forsvarsmenn Örnu í Bolungarvík og forsvars- menn Reykjavík...

Samdráttur í sölu á fræi
Fréttir 8. júní 2022

Samdráttur í sölu á fræi

Samkvæmt lauslegri könnun Bændablaðsins er búið að flytja inn rúm tvö tonn a...

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu
Fréttir 8. júní 2022

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu

Rúmlega tuttugu íslensk fyrirtæki sem tengjast landbúnaði og matvælaframleiðslu ...