Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Fleiri nýir sveitastjórar ráðnir
Fréttir 25. júlí 2022

Fleiri nýir sveitastjórar ráðnir

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Á síðustu vikum hafa nokkrir nýir sveitar- og bæjarstjórar verið ráðnir til starfa kringum landið.

Geir Sveinsson fékk starf bæjarstjóra í Hveragerði og tekur þar við af Aldísi Hafsteinsdóttur sem hefur stýrt bænum í 16 ár.

Í Mosfellsbæ tekur Regína Ástvaldsdóttir við bæjarstjórastól Mosfellsbæjar, en hún var áður bæjarstjóri á Akranesi og sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Í Norðurþingi tekur Katrín Sigurjónsdóttir, fyrrverandi sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar, við keflinu af Kristjáni Þór Magnússyni. Þá mun Iða Marsibil Jónsdóttir gegna embætti sveitarstjóra Grímsnes- og Grafningshreppar, en hún hefur á undanförnum árum alið manninn í Vesturbyggð og var þar meðal annars forseti bæjarstjórnar.

Nokkur umræða skapaðist um ráðningu Björns Bjarka Þorsteinssonar í starf sveitarstjóra Dalabyggðar, en hann var ekki meðal umsækjenda um stöðuna. Hann hefur verið framkvæmdastjóri Brákarhlíðar í Borgarnesi.

Unnur Valborg Hilmarsdóttir var ráðin í starf sveitarstjóra Húnaþings vestra í byrjun mánaðarins en er málefnum sveitarfélagsins nokkuð kunn, enda fyrrum oddviti sveitarstjórnar. Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir verður sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar en hún hefur áður gegnt starfi sveitarstjóra á Tálknafirði.
Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps réði Þórunni Sif Harðardóttur í starf sveitarstjóra en hún hefur unnið hjá hreppnum undanfarið ár og áður verið virkur þátttakandi í sveitarstjórnarmálum hjá Akureyrarbæ. Stefán Broddi Guðjónsson tekur við kefli Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur í Borgarbyggð. Stefán Broddi ólst upp í Borgarnesi og hefur síðastliðinn áratug starfað hjá Arion banka.

Þá er Hulda Kristjánsdóttir nýr sveitarstjóri í Flóahreppi og tekur þar við starfi af Eydísi Þ. Indriðadóttur.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...