Stjörnur verksins, þeir Bangsímon og Gríslingur, leiknir af þeim Sveini Brimari Jónssyni og Alexöndru Guðnýju Berglindi Haraldsdóttur.
Stjörnur verksins, þeir Bangsímon og Gríslingur, leiknir af þeim Sveini Brimari Jónssyni og Alexöndru Guðnýju Berglindi Haraldsdóttur.
Menning 17. nóvember 2023

Bangsímon & Gríslingur í jólasveinaleit

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Áhugaleikhús Freyvangsmanna hefur nú sýningar á frumsýnda verkinu um hann Bangsímon og Grísling sem leita jólasveinanna.

Er verkið frumsamið, en höfundur þess, leikstjóri og jafnframt formaður félagsins, hún Jóhanna Sigurbjörg Ingólfsdóttir, Jósý, leyfir okkur að forvitnast aðeins.

„Jú, það vildi til að okkur langaði að setja upp jólaleikrit þetta misserið og það kitlaði mig svolítið að reyna,“ segir Jósý brosandi. Ég hafði spreytt mig á að leikstýra Karíusi og Baktusi í fyrra um svipað leyti og ákvað því að taka til höndum, skrifa jólaleikrit, stutt barnaverk sem gæti glatt alla aldurshópa og úr varð þetta stykki um þá félaga Bangsímon og Grísling. Ég hef aðeins dundað mér við að skrifa og haft gaman af og þetta vatt bara upp á sig! Ég hafði nú áætlað að skrifa skemmtilegt lítið verk, en þetta eru alveg 70 mínútur auk þess sem fjögurra manna hljómsveit verður á sviðinu allan tímann.

Íslenski draugurinn, Hallur Örn Guðjónsson, ræðir hér við Bangsímon og Grísling sem vita vart hvort þeir eigi að koma eða fara.

Fjallar verkið um þá Bangsímon og Grísling sem eru mættir hingað til lands því þeir fréttu að á Íslandi hæfust við hvorki meira né minna en 13 jólasveinar. Þeir hefja leit sína að sveinunum uppi á fjöllum og hitta því alls kyns íslenskar verur. Þar má telja fornan íslenskan draug, álf af bestu gerð og auðvitað jólaköttinn – sem allir vísa þeim skilmerkilega til vegar.

„Svo þegar komin var beinagrind af verkinu þótti okkur í stjórninni ógurlega skemmtileg hugmynd að hafa með leikritinu frumsamda tónlist,“ segir Jósý hlæjandi.

„Ég hafði því samband við Eirík Bóasson nokkurn hér úr sveitinni – sem hefur samið tónlist í yfir 50 ár – og hann hélt það nú! Við gætum auðvitað samið tónlistina. Allar verur leikritsins eiga því sitt eigið lag, þökk sé honum Eiríki.

Textarnir eru annars eftir mig, að undanskildum texta Jóhannesar frá Kötlum um jólaköttinn, en ég fékk leyfi hjá stofnun Jóhannesar til að nota hann.“

Hljómsveitin sjálf samanstendur af nokkrum góðum mönnum úr sveitinni, á sviði standa sjö leikarar, búningahönnun og saumur er í höndum móður Jósýar, Guðnýjar Kristinsdóttur og leikmynd er eftir Guðrúnar Elvu Lárusdóttur.

Sveindís María Sveinsdóttir er svo Jósýar hægri hönd þannig að það má segja að um heljarinnar skemmtun sé að ræða, bæði fyrir augu og eyru.

Áætlað er að sýna fram að jólum, alla laugardaga og sunnudaga kl. 13. Frumsýning er 17. nóvember. Miða má finna á tix.is og í síma 857 5598.

Skylt efni: freyvangsleikhús

Gráhegri
Líf og starf 29. nóvember 2023

Gráhegri

Gráhegri er stór, háfættur og hálslangur vaðfugl. Hann er nokkuð útbreiddur um E...

Margur er smala krókurinn
Líf og starf 28. nóvember 2023

Margur er smala krókurinn

Austurlandsdeild Smalahundafélags Íslands (SFÍ) hélt fjárhundakeppni sína, Spaða...

Þýzka stálið
Líf og starf 24. nóvember 2023

Þýzka stálið

Bændablaðið fékk til prufu dráttarvél af þriðju kynslóð 300 línunnar hjá Fendt s...

Konunglegur smjörkálskjóll
Líf og starf 22. nóvember 2023

Konunglegur smjörkálskjóll

Á tískuviku Lundúnaborgar nú í september vakti athygli sjálfbær tíska hönnuðanna...

Heimsmeistaramót í blómaskreytingum
Líf og starf 21. nóvember 2023

Heimsmeistaramót í blómaskreytingum

Nemendur í blómaskreytingum hjá Fjölbrautaskóla Suðurlands fóru ásamt kennurum o...

Fjáreigendafélag Reykjavíkur  er menningarverðmæti
Líf og starf 16. nóvember 2023

Fjáreigendafélag Reykjavíkur er menningarverðmæti

Hið íslenska bókmenntafélag hefur gefið út bók dr. Ólafs Dýrmundssonar Sauðfjárh...

Málgagnið finnst víða
Líf og starf 15. nóvember 2023

Málgagnið finnst víða

Hjörleifur Jóhannesson tók þessa skemmtilegu mynd af búðareiganda í Tam Duong í ...

Saumum nú jólaskraut
Líf og starf 15. nóvember 2023

Saumum nú jólaskraut

Í stjórn Íslenska bútasaums- félagsins sitja nokkrar mætar konur, en ein þeirra,...