Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Lífveruleit í Laugardalnum
Líf og starf 4. júlí 2018

Lífveruleit í Laugardalnum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í júlímánuði stendur gestum Grasagarðsins og Fjölskyldu- og húsdýragarðsins til boða að taka þátt í lífveruleit í lífríki Laugardalsins.

Alls konar lífverur, dýr, plöntur og sveppir hafa valið Laugardalinn sem sín heimkynni. Þá er átt við þær lífverur sem eru þar á eigin vegum, ekki plönturnar sem eru ræktaðar í Grasagarðinum eða húsdýrin í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Þetta eru t.d. þrestirnir í trjánum, ánamaðkarnir í moldinni, hunangsflugurnar sem suða í blómabeðunum, fíflarnir sem vaxa upp úr stéttinni og svo framvegis. Það opnast fyrir manni heill heimur þegar grannt er skoðað. Alls staðar finnur lífið sér pláss.

Til að taka þátt í lífveruleitinni má nálgast fróðleiksspjöld, annað hvort í afgreiðslu Fjölskyldu- og húsdýragarðsins, eða í anddyri garðskálans í Grasagarðinum. Spyrjið starfsfólkið ef þið finnið ekki spjöldin. Á spjöldunum eru nokkur einföld verkefni/viðfangsefni þar sem þátttakendur eru hvattir til að leita að ákveðnum gerðum lífvera og velta fyrir sér nokkrum áhugaverðum spurningum. Verkefnin henta fólki á öllum aldri.

Lífveruleitin er samstarfsverkefni Fjölskyldu- og húsdýragarðsins, Grasagarðs Reykjavíkur og Reykjavík-iðandi af lífi en hið síðastnefnda er sérstakt fræðsluátak um líffræðilega fjölbreytni í borginni.
 

Skylt efni: Grasagarðurinn.

Kjötvinnsla af nýjustu gerð
Líf og starf 31. mars 2023

Kjötvinnsla af nýjustu gerð

Starfsfólki og stjórn Bændasamtaka Íslands var boðið í heimsókn í nýja kjötvinns...

Hagsýnni kaup vandfundin
Líf og starf 31. mars 2023

Hagsýnni kaup vandfundin

Tekinn var til kostanna nýr bíll frá rúmenska bílaframleiðandanum Dacia, sem er ...

Þorfinnur fjósameistari á Blikastöðum
Líf og starf 30. mars 2023

Þorfinnur fjósameistari á Blikastöðum

Í gömlu fjósi í Mosfellsbæ hafa nokkrir menn aðstöðu til að sinna uppgerð á göml...

Borg brugghús, brugghúsið í borginni
Líf og starf 27. mars 2023

Borg brugghús, brugghúsið í borginni

Í síðustu tölublöðum Bændablaðsins höfum við rakið sögu handverksbrugghúsa á Ísl...

Norrænt verkefni um verðmætaaukningu ullar
Líf og starf 24. mars 2023

Norrænt verkefni um verðmætaaukningu ullar

Textílmiðstöð Íslands leiðir norrænt verkefni sem felst í að auka verðmæti ullar...

Nýjar ferðaleiðir á Suðurlandi og Reykjanesi
Líf og starf 22. mars 2023

Nýjar ferðaleiðir á Suðurlandi og Reykjanesi

Markaðsstofa Suðurlands vinnur nú að því að markaðssetja nýja ferðaleið, svokall...

Vilja veðurstöð í Vík í Mýrdal
Líf og starf 21. mars 2023

Vilja veðurstöð í Vík í Mýrdal

Sveitarstjórn Mýrdalshrepps hefur samþykkt samhljóða að leggja það til við Veður...

Ragnar og Lísa hlutu umhverfisviðurkenningu 2023
Líf og starf 20. mars 2023

Ragnar og Lísa hlutu umhverfisviðurkenningu 2023

Ragnar Ragnarsson og Lisa Dombrowe hlutu umhverfis- viðurkenningu Fjallabyggðar ...