Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Kúabændur leyfðu landsmönnum að skyggnast inn í dagleg störf sín á alþjóðlega mjólkurdeginum í byrjun mánaðarins. Skemmst er frá því að segja að
myndir og myndbönd frá búum kringum landið hafi slegið í gegn. Ein af fyrirsætum dagsins var garðkálfurinn frá Hátúni í Skagafirði, sem undi sér vel
innan um garðabrúðu og blágresi.
Kúabændur leyfðu landsmönnum að skyggnast inn í dagleg störf sín á alþjóðlega mjólkurdeginum í byrjun mánaðarins. Skemmst er frá því að segja að myndir og myndbönd frá búum kringum landið hafi slegið í gegn. Ein af fyrirsætum dagsins var garðkálfurinn frá Hátúni í Skagafirði, sem undi sér vel innan um garðabrúðu og blágresi.
Mynd / HMG
Líf og starf 10. júní 2022

Kúabændur slógu í gegn á samfélagsmiðlun

Höfundur: Guðrún Björg Egilsdóttir

Alþjóðlegi mjólkurdagurinn var haldinn hátíðlegur í 21. skipti um víða veröld þann 1. júní síðastliðinn.

Birnir Sigurbjörnsson á Egilsstöðum heilsar upp á vinkonu sína. Mynd / Herdís Magna

Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) stóð að stofnun dagsins og var tilgangur framtaksins að vekja athygli á og viðurkenna mikilvægi mjólkur, næringarlegan, félagslegan og efnahagslegan ávinning mjólkur og mjólkurafurða í heiminum, en mjólkurframleiðsla styður við lífsafkomu eins milljarðs manna um veröld alla.

Ákveðið þema er tekið fyrir hverju sinni og í ár var dagurinn tileinkaður þeim fjölmörgu verkefnum sem eru í gangi í mjólkurframleiðslunni til að hraða loftslagsaðgerðum og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.

Í tilefni af deginum hvöttu Bændasamtökin íslenska kúabændur til að leyfa landsmönnum að skyggnast inn í dagleg störf þeirra með því að vera virkir á samfélagsmiðlum ásamt því að segja frá þeim aðgerðum sem bændur hafa stigið í átt að loftslagsvænni landbúnaði. Á Instagramsíðu Bændasamtakanna (@baendasamtokin) var, og er enn, hægt að skoða myndirnar og hlusta á myndskeiðin sem þangað rötuðu í tilefni af deginum.

Uppátækið var afar vel heppnað, bændur tóku þátt og landsmenn höfðu gaman af því að fylgjast með kúabændum landsins.

Kvígan Svandís fæddist nýlega á Egilsstaðabúinu. Hún er nefnd eftir matvælaráðherra. Svandís varð fyrst til þess að fá DNA sýnatökumerki en Herdís Magna Gunnarsdóttir, kúabóndi og eigandi
Svandísar, sýndi áhorfendum hvernig farið er að við slíka merkingu. Mynd / HMG

11 myndir:

Lóan
Líf og starf 23. apríl 2024

Lóan

Lóan er komin! Um þessar mundir eru heiðlóur að tínast til landsins en apríl er ...

Jöklapeysur úr íslenskum lopa
Líf og starf 23. apríl 2024

Jöklapeysur úr íslenskum lopa

Mjólkurfræðingurinn og frumkvöðullinn Pétur Pétursson setur nú á fót hönnunarsam...

Að höndla sér hross til reiðar
Líf og starf 22. apríl 2024

Að höndla sér hross til reiðar

Orðsins list kemur að þessu sinni úr Íslendingasögunum.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...

Flugvélarflak í Eyvindarholti
Líf og starf 10. apríl 2024

Flugvélarflak í Eyvindarholti

Við Eyvindarholt undir Eyjafjöllum hefur gömlu flugvélarflaki verið komið fyrir....

„Hann gat ekki beðið“
Líf og starf 10. apríl 2024

„Hann gat ekki beðið“

Bændablaðið er mörgum ansi hjartfólgið enda nýtur blaðið mikils trausts meðal le...

Sefgoði
Líf og starf 10. apríl 2024

Sefgoði

Sefgoði er flækingur af goðaætt og fannst nýverið við Þorlákshöfn. Það er einung...