Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Kúabændur leyfðu landsmönnum að skyggnast inn í dagleg störf sín á alþjóðlega mjólkurdeginum í byrjun mánaðarins. Skemmst er frá því að segja að
myndir og myndbönd frá búum kringum landið hafi slegið í gegn. Ein af fyrirsætum dagsins var garðkálfurinn frá Hátúni í Skagafirði, sem undi sér vel
innan um garðabrúðu og blágresi.
Kúabændur leyfðu landsmönnum að skyggnast inn í dagleg störf sín á alþjóðlega mjólkurdeginum í byrjun mánaðarins. Skemmst er frá því að segja að myndir og myndbönd frá búum kringum landið hafi slegið í gegn. Ein af fyrirsætum dagsins var garðkálfurinn frá Hátúni í Skagafirði, sem undi sér vel innan um garðabrúðu og blágresi.
Mynd / HMG
Líf og starf 10. júní 2022

Kúabændur slógu í gegn á samfélagsmiðlun

Höfundur: Guðrún Björg Egilsdóttir

Alþjóðlegi mjólkurdagurinn var haldinn hátíðlegur í 21. skipti um víða veröld þann 1. júní síðastliðinn.

Birnir Sigurbjörnsson á Egilsstöðum heilsar upp á vinkonu sína. Mynd / Herdís Magna

Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) stóð að stofnun dagsins og var tilgangur framtaksins að vekja athygli á og viðurkenna mikilvægi mjólkur, næringarlegan, félagslegan og efnahagslegan ávinning mjólkur og mjólkurafurða í heiminum, en mjólkurframleiðsla styður við lífsafkomu eins milljarðs manna um veröld alla.

Ákveðið þema er tekið fyrir hverju sinni og í ár var dagurinn tileinkaður þeim fjölmörgu verkefnum sem eru í gangi í mjólkurframleiðslunni til að hraða loftslagsaðgerðum og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.

Í tilefni af deginum hvöttu Bændasamtökin íslenska kúabændur til að leyfa landsmönnum að skyggnast inn í dagleg störf þeirra með því að vera virkir á samfélagsmiðlum ásamt því að segja frá þeim aðgerðum sem bændur hafa stigið í átt að loftslagsvænni landbúnaði. Á Instagramsíðu Bændasamtakanna (@baendasamtokin) var, og er enn, hægt að skoða myndirnar og hlusta á myndskeiðin sem þangað rötuðu í tilefni af deginum.

Uppátækið var afar vel heppnað, bændur tóku þátt og landsmenn höfðu gaman af því að fylgjast með kúabændum landsins.

Kvígan Svandís fæddist nýlega á Egilsstaðabúinu. Hún er nefnd eftir matvælaráðherra. Svandís varð fyrst til þess að fá DNA sýnatökumerki en Herdís Magna Gunnarsdóttir, kúabóndi og eigandi
Svandísar, sýndi áhorfendum hvernig farið er að við slíka merkingu. Mynd / HMG

11 myndir:

Borg brugghús, brugghúsið í borginni
Líf og starf 27. mars 2023

Borg brugghús, brugghúsið í borginni

Í síðustu tölublöðum Bændablaðsins höfum við rakið sögu handverksbrugghúsa á Ísl...

Norrænt verkefni um verðmætaaukningu ullar
Líf og starf 24. mars 2023

Norrænt verkefni um verðmætaaukningu ullar

Textílmiðstöð Íslands leiðir norrænt verkefni sem felst í að auka verðmæti ullar...

Nýjar ferðaleiðir á Suðurlandi og Reykjanesi
Líf og starf 22. mars 2023

Nýjar ferðaleiðir á Suðurlandi og Reykjanesi

Markaðsstofa Suðurlands vinnur nú að því að markaðssetja nýja ferðaleið, svokall...

Vilja veðurstöð í Vík í Mýrdal
Líf og starf 21. mars 2023

Vilja veðurstöð í Vík í Mýrdal

Sveitarstjórn Mýrdalshrepps hefur samþykkt samhljóða að leggja það til við Veður...

Ragnar og Lísa hlutu umhverfisviðurkenningu 2023
Líf og starf 20. mars 2023

Ragnar og Lísa hlutu umhverfisviðurkenningu 2023

Ragnar Ragnarsson og Lisa Dombrowe hlutu umhverfis- viðurkenningu Fjallabyggðar ...

Eyrugla
Líf og starf 20. mars 2023

Eyrugla

Eyrugla er nýlegur landnemi hérna á Íslandi. Hún var áður reglulegur gestur en u...

Mesta áskorunin er að stoppa upp uglur
Líf og starf 17. mars 2023

Mesta áskorunin er að stoppa upp uglur

Brynja Davíðsdóttir hefur getið sér gott orð fyrir uppstoppun á ýmsum tegundum d...

Dráttarvél mýkri en Range Rover
Líf og starf 17. mars 2023

Dráttarvél mýkri en Range Rover

Undanfarna þrjá áratugi hefur hinn breski vinnuvélaframleiðandi JCB framleitt dr...