Fólk / Bærinn okkar

Blesastaðir 1a

„Við fluttum á Blesastaði árið 1997. Þá var hér rekið myndarlegt kúabú sem við breyttum yfir í hrossarækt strax á fyrsta árinu.Við fáum um 20 folöld á ári sem svo flest eru seld einhvern tíma á lífsleiðinni,“ segja ábúendurnir.

Selalækur

Á Selalæk hafði búið sama fjölskyldan síðan 1946 þangað til við kaupum af þeim Bjarna Jónssyni og Kristínu Bragadóttur og tökum við búinu þann 11. febrúar 2020.

Ólafsvellir

Ólafsvellir í Skeiða- og Gnúpverja­hreppi er landnámsbær.

Ásólfsstaðir 1

Á Ásólfsstöðum hefur sama ætt búið síðan 1846.

Skarð

Að sögn Vilborgar Ástráðsdóttur, ábúanda í Skarði, er jörðin stórmerkileg. „Hún er það að því leyti að á henni er tjörn sem heitir Kumbutjörn og samkvæmt áreiðanlegum fornum heimildum býr þar óvætturinn og þjóðsagnadýrið Nykurinn.

Gamla Hraun 2

Á Gamla Hrauni 2 hefur verið búið nánast óslitið síðan við landnám. Hjónin Jón Ingi Jónsson og Jóhanna Sveinsdóttir keyptu jörðina árið 2009 sem hafði þá verið í eyði í nokkur ár og húsakostur var nánast að hruni kominn.

Kirkjuferja

Baldur og Sigríður hófu saman búskap á Kirkjuferju árið 2006. Baldur er þar fæddur og uppalinn. Afi hans og amma fluttu á jörðina árið 1948.