Fólk / Bærinn okkar

Suður-Hvoll

Langafi Sigurðar Magnússonar, ábúanda á Suður-Hvoli, Eyjólfur Guðmundsson, kaupir jörðina um 1900 og hefur sama ættin yrkt þar síðan. Um áramótin 2014–15 kaupir Sigurður jörðina af móður sinni og er fjórði ættliðurinn þar í búrekstri.

Norður-Hvoll

Ábúendurnir á Norður-Hvoli fluttu þangað árið 1984. Þar hafði þá ekki verið stundaður búskapur í nokkurn tíma. Áður höfðu afi og amma Einars, Kristín Friðriksdóttir og Kristján Bjarnason, búið á jörðinni um margra áratuga skeið.

Lambastaðir

Svanhvít og Almar keyptu Lambastaði og fluttu þangað frá Selfossi í byrjun árs 2005 en þá var enginn búskapur á bænum.

Blesastaðir 1a

„Við fluttum á Blesastaði árið 1997. Þá var hér rekið myndarlegt kúabú sem við breyttum yfir í hrossarækt strax á fyrsta árinu.Við fáum um 20 folöld á ári sem svo flest eru seld einhvern tíma á lífsleiðinni,“ segja ábúendurnir.

Selalækur

Á Selalæk hafði búið sama fjölskyldan síðan 1946 þangað til við kaupum af þeim Bjarna Jónssyni og Kristínu Bragadóttur og tökum við búinu þann 11. febrúar 2020.

Ólafsvellir

Ólafsvellir í Skeiða- og Gnúpverja­hreppi er landnámsbær.

Ásólfsstaðir 1

Á Ásólfsstöðum hefur sama ætt búið síðan 1846.