Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Frá draugahúsi á hrekkjavöku á Síldarminjasafninu árið 2020.
Frá draugahúsi á hrekkjavöku á Síldarminjasafninu árið 2020.
Mynd / Aðsend
Menning 15. nóvember 2023

Hrekkjavakan á íslenskum söfnum

Höfundur: Dagrún Ósk Jónsdóttir, verkefnisstjóri FÍSOS.

Hrekkjavakan er hátíð sem hefur verið að ryðja sér til rúms á Íslandi í auknum mæli undanfarin ár.

Hátíðir á þessum árstíma eiga sér gamlar rætur, á Írlandi og Bretlandi var hátíðin Samhain haldin þar sem fólk fagnaði árstíðaskiptum, en samkvæmt gömlu keltnesku dagatali voru aðeins tvær árstíðir, vetur og sumar. Þarna fagnaði fólk því upphafi vetrar, myrkri og dauða bæði náttúrunnar og sláturdýranna.

Á Norðurlöndunum var einnig haldin hátíð sem kölluð var Veturnætur og í gömlum heimildum er talað um að þá hafi verið haldin Dísablót, en dísirnar voru hættulegar kvenvættir í norrænni trú. Kristnin yfirtók svo þessa hátíð og kallaði Allra heilagra messu, eða All Hallow‘s Eve, sem seinna varð Halloween eða hrekkjavakan.
Samkvæmt þjóðtrúnni er styttra á milli heima í kringum hrekkja- vökuna og alls kyns yfirnáttúrulegar vættir eiga greiðari leið inn í okkar heim. Hrekkjavakan snýst nú til dags um að fagna því hræðilega.

Mörg klæðast búningum með frekar skuggalegu ívafi, skera út hræðileg andlit í grasker (og áður rófur), horfa á hryllingsmyndir og láta hræða sig, skreyta og skemmta sér.
Á Íslandi er óhætt að segja að söfnin hafi tekið hrekkjavökunni fagnandi. Söfn hafa það hlutverk að safna og miðla upplýsingum um sögu og menningu. Þau eru líka samkomustaður fólks og oft öflugir þátttakendur í mannlífinu í sínu nærsamfélagi. Á hrekkjavökunni hafa mörg söfn staðið fyrir spennandi og stundum dálítið óhugnanlegum viðburðum.

Sumum var breytt í ógnvekjandi draugahús, en slík mátti til dæmis finna á þessu ári á Byggðasafni Skagfirðinga í Glaumbæ, Síldarminjasafninu á Siglufirði og á Árbæjarsafni. Einhver stóðu líka fyrir fjölbreyttum viðburðum, þar sem börn eða fjölskyldur áttu skemmtilega stund saman, fræddust um sögu hátíðarinnar, hlustuðu á íslenskar draugasögur eða útbjuggu skreytingar fyrir hrekkjavökuna. Slíkar skemmtistundir mátti meðal annars finna á Menningarmiðstöð Hornafjarðar, Safnahúsinu á Egilsstöðum, Menningarhúsinu Bergi á Dalvík og Listasafni Íslands, svo dæmi séu nefnd.

Það er því óhætt að segja að hrekkjavökunni hafi verið tekið opnum örmum af söfnum landsins og þau taka svo sannarlega virkan þátt í að móta nýjar og skemmtilegar hefðir. Menningararfur og hefðir eru nefnilega síbreytilegar.

Nýir Íslandsmeistarar
Líf og starf 14. mars 2025

Nýir Íslandsmeistarar

Landsliðsmennirnir Sigurbjörn Haraldsson og Magnús Magnússon urðu Íslandsmeistar...

Góður í dreifbýli og borg
Líf og starf 13. mars 2025

Góður í dreifbýli og borg

Bændablaðið fékk til prufu nýjan rafmagnsbíl af gerðinni Polestar 3. Þessi bílat...

Ljóðskáld á tíræðisaldri
Líf og starf 12. mars 2025

Ljóðskáld á tíræðisaldri

Ásmundur Magnús Hagalínsson hefur gefið út sína fyrstu ljóðabók, en hann er nýor...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 10. mars 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn kemur sterkur inn í næstu vikur. Hann þarf að nýta krafta sína vel o...

Nýburagjafir vekja lukku
Líf og starf 5. mars 2025

Nýburagjafir vekja lukku

Nokkur sveitarfélög halda uppi þeirri skemmtilegu hefð að gefa nýburum ársins í ...

Litrík snjókorn
Líf og starf 5. mars 2025

Litrík snjókorn

Prjónuð peysa úr 1 þræði DROPS Fabel og 1 þræði DROPS Brushed Alpaca Silk. Stykk...

Galdrarnir gerast á hverri æfingu
Líf og starf 4. mars 2025

Galdrarnir gerast á hverri æfingu

Sextíu manns koma að uppsetningu söngleiksins vinsæla Lands míns föður sem sýndu...

Norðurlandamót ungmenna í skák
Líf og starf 4. mars 2025

Norðurlandamót ungmenna í skák

Norðurlandamót ungmenna í skák fór fram í Borgarnesi 14. - 16. febrúar. Mótið á ...