Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Vættafundur á Eyjabökkum
Líf og starf 10. júlí 2024

Vættafundur á Eyjabökkum

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Orðsins list kemur að þessu sinni frá Oddbjörgu Sigfúsdóttur.

Oddbjörg Sigfúsdóttir.

Oddbjörg fæddist árið 1944 og lést 2015. Hún var dóttir hjónanna Sigfúsar Guttormssonar og Sólrúnar Eiríksdóttur á Krossi í Fellum þar sem hún ólst upp. Hún var fyrst bóndi í Skógargerði en síðar á Arnórsstöðum á Jökuldal og bjó svo í Fellabæ síðari árin. Hún samdi lög, kvæði og sögur, spilaði á hljóðfæri, málaði, teiknaði og prjónaði af list. Dulræn málefni voru henni alla tíð hugleikin, hún þótti hafa hæfileika sem sjáandi og hjálpaði mörgu fólki sem leitaði til hennar.

Árið 1999 skrifaði hún bókina Vættafundur á Eyjabökkum og teiknaði og málaði myndir í bókina. Var tilefnið fyrirhugaðar virkjana- og stóriðjuframkvæmdir á Austurlandi.

„Því hefur lengi verið trúað að Ísland sé fjölbyggt landvættum, og að svo hafi verið frá örófi alda. Í elstu lögum Íslendinga er að finna ákvæði er lúta að umgengni við þessa vættaþjóð. Vættirnir halda verndarhendi yfir ákveðnum stöðum og svæðum, eða landinu öllu – allt eftir stöðu sinni – og flestum er þeim meinilla við alla röskun á náttúrunni. Í bókinni kemur fram að vættirnir hafa áhyggjur af gangi mála á Austurlandi [1999], og efna því til fundar á Eyjabökkum. Þar er samþykkt að koma mikilvægum skilaboðum til mannfólksins, og fær Skógardísin það hlutverk. ...“

Helgi Hallgrímsson, kynning á bókarkápu.

Fundurinn á Eyjabökkum

„... Álfakóngurinn kveikti á töfrasprotanum og setti formlega fundinn. Hann bauð alla velkomna, bæði stóra og smáa, og lýsti ánægju sinni yfir því hvað fundarsókn væri góð. Hann kvaðst bera fullt traust til þegna sinna og þakkaði þeim fyrir hversu friðsamlegir þeir hefðu oftast verið. Það væri grundvallaratriði til farsællar lausnar allra mála. Svo hóf hann upp raust sína og spurði: „Eru hér allir sammála um að vernda náttúruna fyrir skaðlegum breytingum mannanna?“ „Já, já“ heyrðist úr öllum áttum, og Eyjabakkar iðuðu af óteljandi áköfum náttúruvættum. Kóngurinn lyfti töfrasprotanum og sagði virðulega: „Þær náttúruverur sem eiga heima á Eyjabökkum, fá hér með leyfi til að gera sig sýnilegar mönnum, stutta stund í einu.“ „Húrra,“ hrópuðu margir en sumir glottu einkennilega og tautuðu um að þá skildu menn fá að sjá að þeir væru til.

Kóngurinn varaði alla við að hræða fólk að gamni sínu, þá yrðu þeir sviptir leyfinu. Gamall draugur úr sæluhúsinu við Jökulsá á Fjöllum, kallaði yfir alla: „Ég bíð eftir ferðamönnum, því hjá mér fá þeir ógleymanlegar móttökur.“ Kóngurinn ansaði þessu snúðugt: „Þú ættir þá að hætta að hræða alla sem koma, engum líkar vel að fá ekki svefnfrið.“ „Ég vil bara að fólk viti af því að ég er til,“ svaraði draugurinn afundinn.

Úr gljúfrum Jökuslár á Dal við Kárahnjúka kom flokkur vætta. Jötunninn Dúndri úr Dimmugljúfrum hafði orð fyrir þeim og þrumaði svo hátt að fjöllin bergmáluðu því á milli sín:

„Vér mótmælum öll þjófnaði á Jöklu. Það mun raska ró okkar, því hún stýrir draumum vorum og er sú hljómkviða sem heldur oss hugföngnum í heimi andans. Ef Jökla þagnar, vöknum vér til mannheims og þá þurfum vér mikið að éta. Mennirnir verða fyrir því, og munu þeir eigi virkja framar eða hugsa um stóriðju, heldur hverfa aftur inn í andaheiminn, með okkar aðstoð. Ætli þeir séu tilbúnir að skipta við okkur?“ drundi jötunninn.

Kóngur taldi ekki líklegt að menn legðu trúnað á þennan málflutning. Þetta gæti farið, eins og stundum áður, að mennirnir gerðu mistök, vegna vanþekkingar sinnar á lögmálum náttúrunnar. ...“

Vættafundur á Eyjabökkum, bls. 24-26, Oddbjörg Sigfúsdóttir, 1999.

Kjói
Líf og starf 23. október 2024

Kjói

Kjói er lítill ránfugl af skúmsætt. Eini ættingi hans hér er sjálfur skúmurinn s...

Sjarmi dýrahama
Líf og starf 22. október 2024

Sjarmi dýrahama

Nú með haustinu eru hlébarðamunstraðar flíkur enn og aftur í tísku, enda klassík...

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara
Líf og starf 22. október 2024

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara

Tvö Íslandsmót í bridds fóru fram um síðustu helgi. Annars vegar var keppt í sve...

Öruggur sigur án vandræða
Líf og starf 18. október 2024

Öruggur sigur án vandræða

Tómas Veigar Sigurðarson, nemi við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri, tók þátt í ...

Hressir karlar í Hveragerði
Líf og starf 17. október 2024

Hressir karlar í Hveragerði

Það er mikið um að vera hjá Karlakór Hveragerðis um þessar mundir því kórinn mun...

Harðindi til lands og sjávar
Líf og starf 16. október 2024

Harðindi til lands og sjávar

Í nýrri bók: Ástand Íslands um 1700, lífshættir í bændasamfélagi, er fjallað um ...

Matreiðslunemar heimsóttu garðyrkjubændur
Líf og starf 15. október 2024

Matreiðslunemar heimsóttu garðyrkjubændur

Sölufélag garðyrkjumanna bauð matreiðslu nemendum í Menntaskólanum í Kópavogi í ...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 14. október 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn þarf að taka aðeins í hnakkadrambið á sjálfum sér og setja í framkvæ...

Bændur orðnir langþreyttir
23. október 2024

Bændur orðnir langþreyttir

Niðurgreiða sýningargjöld
23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Kjói
23. október 2024

Kjói

Þórdís Laufey
23. október 2024

Þórdís Laufey

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara
22. október 2024

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara