Fréttir / Fréttaskýring

Fullyrðingar byggðar á ágiskunum en ekki vísindalegum gögnum

Fullyrt er af umhverfisráðuneyt­inu og þar með íslenskum stjórnvöldum að um 60% (áður 72%) af heildarlosun Íslands á koltvísýringsígildum komi úr framræstu mýrlendi. Einnig er áætlað að grafnir hafi verið „að lágmarki“ 34.000 kílómetrar af skurðum. Ráðuneytið leggur þó ekki fram neinar óyggjandi tölur eða vísindagögn sem staðfest geta þessar fullyrðingar.

Jafnvel svartsýnustu spár WTO gætu reynst full bjartsýnar þegar upp verður staðið

Alþjóðaviðskiptastofnunin [World Trade Organization – WTO] spáði þann 8. apríl allt að 32% sam­drætti í heimsviðskiptum vegna COVID-19 faraldursins. Samt er þar trúlega um mjög varfærna spá að ræða af hálfu hagfræðinga WTO.

Kolinn skilaði 2,7 milljörðum í aflaverðmæti á síðasta ári

Kolaveiðar eru ekki mikilvægur þáttur í íslenskum sjávarútvegi en kolinn er góð búbót. Hann skilaði um 2,7 milljörðum króna á síðasta ári í aflaverðmæti og vegur rauðsprettan þar þyngst.

Eftir 82 ára leit og ótal skýrslur og fjárútlát er engin pólitísk lausn í sjónmáli

Varaflugvöllur fyrir millilandaflug á suðvesturhorni landsins og millilandaflugvöllur á Suðurlandi hafa ítrekað verið í umræðunni á liðnum misserum og árum.

Fimmta stærsta fiskveiðiþjóð heims

Bandaríkin eru fimmta stærsta fiskveiðiþjóð í heimi. Bandarískir fiskimenn koma með nærri fjórfalt meira magn af fiski að landi en íslenskir kollegar þeirra. Alaskaufsi er mest veiddur en humar skapar mestu verðmætin.

Heimsbyggðin hrópar eftir auknu fæðuöryggi þjóða í kjölfar heimsfaraldurs á COVID-19

Áhrif COVID-19 faraldursins á daglegt líf heimsbyggðarinnar er stöðugt að koma betur í ljós. Nú virðast áhyggjurnar fara vaxandi um allan heim um fæðuöryggi og að þjóðir hafi raunverulega getu til að brauðfæða sig sjálfar þegar lokast á aðflutningsleiðir og dregur úr miðlun á nauðsynjavörum á markaði.

Óunninn afli úr landi

Sala á óunnum fiski frá Íslandi á sér langa sögu en hefur hvað eftir annað vakið upp harðar deilur, nú síðast í haust bæði á Alþingi og í fjölmiðlum. Samkvæmt nýjum tölum Fiskistofu nam útflutningur á óunnum fiski tæpum 45 þús­und tonnum á síðasta ári sem er heldur minna en á árinu á undan. Þorskur, ýsa og karfi eru uppi­staðan í þessum útflutningi.