Fréttir / Fréttaskýring

„Ekkert „vegan“ er til sem ekki hefur áhrif á dýralíf”

Sífellt fleiri velja sér þann lífsstíl að borða einungis fæðu úr jurtaríkinu sem nefnd er „vegan“. Helstu rökin eru gjarnan sögð væntumþykja um dýr og að fólk vilji ekki neyta fæðu sem búin hafi verið til með því að deyða dýr.

Ráðgátan um humarstofninn

Humarstofninn við Ísland er í dýpstu lægð sem um getur frá því að veiðar úr honum hófust fyrir rúmum sex áratugum. Nýliðun hefur brugðist síðustu níu ár. Aflaheimildir miðast nú eingöngu við könnunarveiði til að fylgjast með ástandi stofnsins. Engar vísbendingar eru um að úr rætist í bráð.

Garðyrkja á Íslandi er fjöregg sem pólitískar ákvarðanir gætu eyðilagt hratt og örugglega

Fyrir skemmstu kom út skýrsla um landfræðilegt og efnahagslegt litróf garðyrkju á Íslandi. Skýrslan sýnir að markaðshlutdeild nær allra tegunda íslensks grænmetis hefur verið að minnka á undan­förnum árum samhliða auknum innflutningi.

Stærsti fiskmarkaður heims

Fiskmarkaðurinn í Tókíó er stærsti fiskmarkaður heims. Fyrsta uppboð ársins vekur jafnan heimsathygli því mikil samkeppni er um að kaupa fyrsta túnfiskinn, jafnvel þótt greiða þurfi hundruð milljóna króna fyrir hann.

Úr þörungum má framleiða lífeldsneyti og prótein sem dygði fyrir alla heimsbyggðina

Fjöldi fólks hefur vaxandi áhyggjur af því magni koltvísýrings (CO2) sem er dælt út í andrúmsloftið. Ástæðan eru breytingar á veðurfari og hlýnun loftslags. Umræðan hefur samt oft þróast út í miklar öfgar og hástemmt orðskrúð svo mörgum er farið að þykja nóg um. Nær ekkert er þó rætt um að mun mikilvirkari lofttegund, súrefnið, hefur farið þverrandi.

Verulegur umhverfis- og þjóðhagslegur ávinningur hefur ekki verið nýttur

Í dag eru um 20 milljónir öku­tækja á götum heimsins sem ganga fyrir gasi. Þykir það gott innlegg í baráttunni við losun gróðurhúsalofttegunda, þar sem um leið er brennt gasi sem er mikilvirkara til skamms tíma í andrúmsloftinu en koltvísýringur.

Háþrýstiþvottur sögð ein af smitleiðunum í Efstadal II

Matvælastofnun telur að há­þrýsti­þvottur í umhverfi naut­gripa hafi verið ein af smitleiðum STEC smitsins í Efstadal II fyrr í sumar. Há­þrýstiþvottur á kálfastíu hefur líklega dreift smitefnum með andrúmslofti í nærumhverfið, á yfirborðsfleti borða og stóla og jafnvel á ís og þannig orsakað smit.