Er nauðsynlegt að vera með kornmyllu?
Einu hveitimyllu landsins verður lokað á allra næstu vikum. Með því verða Íslendingar háðir innflutningi á fullunnu hveiti erlendis frá sem er dýrara í geymslu. Hingað til hefur verið hægt að geyma nokkurra mánaða lager af ómöluðu hveiti í stórum sílóum sem er svo malað eftir þörfum.