Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Ársskýrsla Landgræðslunnar 2013
Fréttir 1. ágúst 2014

Ársskýrsla Landgræðslunnar 2013

Höfundur: Vilmundur Hansen

Rekstur Landgræðslunnar var nokkurn veginn í jafnvægi árið 2013, en rekstrarniðurstaða varð þó neikvæð um 1,2 m.kr. Heildarvelta stofnunarinnar var 728,7 m.kr. Framlag ríkisins nam 592,1 m.kr. en sértekjur voru 136,6 m.kr.

Rekstrargjöld námu 729,9 m.kr. Stærsti kostnaðarliður Landgræðslunnar er laun, sem námu 47,6% af heildarveltu.

Aðrir stórir kostnaðarliðir eru styrkgreiðslur til bænda í verkefnunum Bændur græða landið og Landbótasjóði og styrkir og framkvæmdir vegna verkefna er tengjast vörnum gegn landbroti fallvatna. Jafnframt eru kaup á áburði og aðkeypt þjónusta veigamiklir liðir í rekstri stofnunarinnar, ásamt rekstri fasteigna og tækja.

Skýtsluna má finna í heild hér.