Þýskar heimsbókmenntir
Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyrr og það á alveg örugglega við litla en mikilsverða bók sem hefur að geyma þýðingar á tveimur sögum eftir þýska skáldjöfurinn Johann Wolfgang von Goethe, sem nefndar eru eftir þeim bókmenntaformum eða bókmenntagreinum sem þær eru skrifaðar inn í af höfundi sínum, Nóvell...
