Hestaíþróttin TREC

Þessar ungu dömur voru áhugasamar um hestaíþróttina TREC, frá vinstri er Aldís og Þrándur, þá Anna Sonja Ágústsdóttir, leiðbeinandi á námskeiðinu, Þórný og Fjörður, Viktoría og Æsa og Laufey og Blakkur. Myndir / Margrét Þóra Þórsdóttir
Brynja og Guðrún kampakátar á fjölskylduþerapíunámskeiðinu.
Félagarnir Sölvi og Brynjar með hrossin Spuna og Alvar.
Mæðurnar Guðrún og Brynja sögðu að þátttaka í námskeiðinu með sonum sínum, Sölva og Brynjari, væri liður í fjölskylduþerapíu af betri sortinni. Frá vinstri eru Guðrún og Gloría, Sölvi og Spuni, þá Brynjar og Alvar og Brynja og Álmur.
Brynjar og Alvar á leið í gegnum brautina og Anna Sonja fylgir fast á eftir.
Brynja og Álmur spreyta sig á þrauta­brautinni.
Það tókst ágætlega hjá Guðrúnu og Gloríu að fara undir slárnar.
Sölvi og Spuni komnir upp á pallinn.
Viktoría og Æsa áttu ekki í vandræðum með að fara upp á þriggja hæða vörubrettapall.
Anna Sonja gefur Laufeyju góð ráð.
Laufey á Blakki.