Stefanía Hjördís Leifsdóttir og Jóhannes Ríkarðsson á Brúnastöðum með börnum sínum Ríkeyju Þöll, meistaranema í umhverfisstjórnmálum í Stokkhólmi, Kristni Knörr, nema í landfræði við HÍ, Ólafi Ísari, sem útskrifaðist frá MA síðasta vor og Leifi í 9. bekk.
Salatosturinn Fljóti verðu seldur bæði í olíu með íslenskum kryddjurtum og líka vakúmpakkaður þannig að kaupendur geti sett hann í sinn eigin kryddlög.
Mjaltabásinn og ostatankurinn eru flutt inn frá Danmörku sem og mjaltartæknin. Sigtryggur V. Herbertsson hjá RML á Akureyri veitti aðstoð við innflutninginn.
Geiturnar á Brúnastöðum hafa færi á að spranga um undir fjallgarðinum á Tröllaskaga. Líka að láta fara vel um sig heima við.
Mjólkurfræðingurinn og ostagerðarmaðurinn Guðni Hannes Guðmundsson á Akureyri er einstaklega ánægður með gæði geitamjólkurinnar.
Geiturnar á Brúnastöðum fá líka hrat frá bruggverksmiðjunni Segli á Siglufirði og eru fyrir vikið ef til vill eilítið mildar alla daga.
Ostavinnslan í fullum gangi hjá Guðna Hannesi.
Hér má sjá jólaútgáfu af havartiostinum Knörr með trönuberjum, fullt af Brúnó, fetaostinn Fljóta, brie-ostinn Ísar og síðast en ekki síst sauðaostinn
Mikla sem eru á leið á markað. Geitaosturinn Brúnó á klárlega engan sinn líkan, parmesanlíkur.
Hér er verið að mjólka geiturnar. Ábúendur á Brúnastöðum hafa mjólkað 35 geitur undanfarnar vikur. Mjólkin er fryst og unnið úr henni í lotum.