Fljótsdalsáætlun fimmtíu ára

Hákon Aðalsteinsson, skáld og skógarbóndi á Húsum, stýrði veislunni á 25 ára afmælinu með styrkri hendi.
Veisluaðstaða fyrir yfir hundrað manns var unnin úr heimafengnu timbri og smíðuð í rjóðri elstu lunda Víðivallaskógar. Helgi Gíslason, framkvæmdastjóri Héraðsskóga, að halda tölu eftir að hafa opnað samkomuna með því að fella tré. Mynd / Skúli Björn/Mynd
Það gafst ærið tilefni til að syngja hinn hátt rómaða söng skógarmanna „skógarmannaskál“ á aldarfjórðungsafmælinu.
Á 25 ára afmælinu var líka sýnd viðarvinnsla, t.a.m. framleiðsla viðarkurls og girðingarstaura auk þess sem ný færanleg flettisög var tekin til kostanna. Mynd / Skúli Björn/Myndasafn Skógræktarinnar
Haldið var upp á 25 ára afmæli bændaskógræktar í Víðivallaskógi um Jónsmessu 1995. Í skóginum var sett upp sýning á gróðursetningaráhöldum o.fl. Þorsteinn Sigurðsson læknir stendur með staf sinn á svipuðum stað og aldarfjórðungi áður. Mynd / Skúli Björn/
Jónas Pétursson, fyrrum þingmaður og einn af hvatamönnum nytjaskógræktar, talar á 10 ára afmæli bændaskógræktar í Víðivallaskógi árið 1980. Mynd / Sigurður Blöndal/Myndasafn Skógræktarinnar
Útdráttarvél skógarbænda að störfum í 50 ára gömlum lundum. Mynd / Bjarki Jónsson
Veislurjóðrið tekur vel á móti gestum aldarfjórðungi síðar. Mynd / Bjarki Jónsson
Plöntunarflokkur Skógræktarinnar á Hallormsstað tók við af þeim landeigendum og settu niður þennan dag og þann næsta 8.100 lerkiplöntur í landi Víðivalla ytri. Mynd / Halldór Sigurðsson/Myndasafn Skógræktarinnar
Þorsteinn Sigurðsson, læknir og formaður Skógræktarfélags Austurlands, horfði bjartsýnn til framtíðar 25. júní 1970 áður en gróðursetningin hófst á Víðivöllum. Mynd / Halldór Sigurðsson/Myndasafn Skógræktarinnar
Rögnvaldur Erlingsson og Hallgrímur Þórarinsson, bændur á Víðivöllum ytri I og II, við gróðursetningu á berróta lerki með bjúgskóflu 1970. Mynd / Halldór Sigurðsson/Myndasafn Skógræktarinnar