Benson Gyrocopter, sem flogið var samtals í 65 klukkutíma og 50 mínútur. Síðasta flugið var 25. maí árið 1975 en í því flugi datt hreyfillinn af og hafnaði úti í sjó.
WDK Whermacht mótorhjól sem höfðu á þessum tíma yfir sér rómantískan blæ, en þurftu gjarnan mikið viðhald.
Mobylette skellinaðra.
Vespur hafa alltaf notið vinsælda.
Þarna má sjá flugmann framtíðarinnar skemmta sér hið besta þó sjálfsagt hafi henni ekki tekist að komast á loft nema í huganum í þetta skiptið.
Sýningin Tónlistarbærinn Akureyri var opnuð í fyrrasumar og hefur hlotið góðar viðtökur. Hér má sjá auglýsta dansleiki með þekktum akureyrskum hljómsveitum, Hljómsveit Ingimars Eydal og Skriðjökla.
Sýningin Tónlistarbærinn Akureyri var opnuð í fyrrasumar og hefur hlotið góðar viðtökur. Hér má sjá auglýsta dansleiki með þekktum akureyrskum hljómsveitum, Hljómsveit Ingimars Eydal og Skriðjökla.
Hinn frægi saxófónn Finns Eydal prýðir sýninguna.
Grétar Ingvarsson gítarleikari sem nú er látinn átti þennan hljómsveitarfatnað.
Hér er Hörður Geirsson, sem vinnur á Minjasafninu, að þeyta skífum – gamall plötusnúður. Myndir / Margrét Þóra.