Áningastaður hestamanna á Uppsölum

Bjarni Stefánsson í Túni á tali við Guðna Ágústsson en Guðni var einn af aðalhvatamönnunum að nýja minningarsteininum og nýju reiðleiðinni í gegnum Uppsali.
Hestamenn frá Selfossi komu ríðandi nýju reiðleiðina að Uppsölum þar sem vígsla steinsins fór fram.
Jóna Marín Sveinbjörnsdóttir frá Uppsölum sá um að svipta hulunni af steininum en hún var borin á gullstól að þakkarskiltinu til að afhjúpa það.
Einar Hermundsson í Egilsstaðakoti kominn á bak á Hnikari sínum, skjóttum fallegum hesti. Steininn sem er notaður sem minningarsteinninn kemur einmitt upp í fjósgreftri í Egilsstaðakoti þar sem afi og amma Uppsalasyskinanna bjuggu. Einar átti hugmyndina að minningarsteininum.