Smyrill
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð líkur fálka enda af fálkaættinni, en talsvert mikið minni en íslenski fálkinn. En þótt hann sé smár er hann afar flugfimur og oft talað um að smyrill sé flugfimastur allra af fálkaættinni. Vængjatökin eru hröð enda fer hann létt með að taka vinkilbeygjur á mikilli ferð. Aðalfæða hans eru smáfuglar sem hann eltir og þreytir á flugi. Þó nokkur stærðarmunur er á kynjunum, karlfuglinn er minni, eða lítið eitt stærri en svartþröstur, á meðan kvenfuglinn er nokkuð stærri. Fuglinn á myndinni er karlfugl og sýnir hún ágætlega hversu lítill smyrillinn er, þar sem fuglinn situr á bognum grenitopp. Smyrill er að mestu farfugl á Íslandi, stærsti hluti stofnsins dvelur við Bretlandseyjar yfir veturinn en eitthvað af fuglum dvelja hér allt árið.

Skylt efni: fuglinn

Tólf slaga hönd á Blómaeyjunni
Líf og starf 3. desember 2024

Tólf slaga hönd á Blómaeyjunni

Stefán Jónsson briddsspilari hefur reynst Bridgesambandi Íslands hvalreki með áh...

Augnlitir í sauðfé
Líf og starf 3. desember 2024

Augnlitir í sauðfé

Sjöunda útgáfa Hvammshlíðar­dagatals hefur litið dagsins ljós.

Norðurljós í nóvember
Líf og starf 2. desember 2024

Norðurljós í nóvember

Tími tunglsins og norðurljósanna hefur nú gengið í garð, en óvenjubjart hefur ve...

Vefnaður úr kasmír
Líf og starf 2. desember 2024

Vefnaður úr kasmír

Hlýlegir treflar, sjöl og peysur úr kasmír er eitthvað sem okkur flestum þykir ó...

Kjötbókin 30 ára
Líf og starf 2. desember 2024

Kjötbókin 30 ára

Kjötbókin er 30 ára á þessu ári. Hún kom fyrst út í prentaðri útgáfu árið 1994 o...

Skákþrautir á netinu
Líf og starf 2. desember 2024

Skákþrautir á netinu

Gríðarlegur fjöldi skákþrauta standa skákáhugafólki til boða til að æfa sig á á ...

Sveitabúðin Una
Líf og starf 28. nóvember 2024

Sveitabúðin Una

Hjónin Rebekka Katrínardóttir og Magnús Haraldsson hafa rekið sveitabúðina Unu n...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 25. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn gæti átt von á þrálátum veikindum. Hann ætti að gæta vel að sjálfum ...