Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Syðri-Völlur
Bóndinn 1. mars 2022

Syðri-Völlur

Margrét Jónsdóttir frá Syðra-Velli og Þorsteinn Ágústsson frá Brúnastöðum hófu búskap á Syðra-Velli vorið 1982, en þá komu aftur kýr á bæinn eftir nokkurt hlé.

Þau tóku við jörðinni af foreldrum Margrétar, en hún er fjórði ættliður sem situr jörðina.

Býli:  Syðri-Völlur.

Staðsett í sveit: Í Gaulverja­bæjarhreppi hinum forna, nú Flóahreppi.

Ábúendur: Margrét Jónsdóttir og Þorsteinn Ágústsson þar til í desember 2019 þegar hann féll frá.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Guðbjörg Anna, f. 1984, látin 1994, Ingveldur, f. 1994, vefstjóri Ullarverslunarinnar í Gömlu Þingborg, búsett á Selfossi, Jón Gunnþór, f. 1998, búfræðingur og húsasmiður og starfsmaður búsins og Ágúst, f. 2004, nemi í FSu á málmiðnbraut.

Stærð jarðar? 162 hektarar. Auk þess með á leigu 110 hektara á næstu jörðum.

Gerð bús? Hefðbundið blandað bú.

Fjöldi búfjár og tegundir? Tæplega 100 nautgripir, rúmlega 100 fjár og hrossastóð í haga. Meindýraeyðirinn Brandur og smalahundarnir Skotta og sonur hennar Snati.
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Mjaltir kvölds og morgna og gegningar þess á milli.
Fyrir hádegi fer Margrét í sína aðra vinnu sem er Ullarverslunin í Gömlu Þingborg þar sem hún er verslunarstjóri.



Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Heyskapur í góðri tíð er eitthvað það skemmtilegasta. Leiðinlegast er þegar lóga þarf skepnum.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Vonandi verður hann með svipuðu sniði, en með aukinni mjólkurframleiðslu.
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í framleiðslu íslenskra búvara? Til að nefna eitthvað, í mjólk og mjólkurvörum.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Smjör og ostur, skyr og rjómi.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Fólkið er alætur og finnst allur matur góður. Kannski stendur þó grillað hrossakjöt upp úr.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar það kom aftur sauðfé á bæinn haustið 2008, eftir riðuniðurskurð 2006.

Blómlegt býli
Bóndinn 27. september 2024

Blómlegt býli

Freydís Gunnarsdóttir er tiltölulega nýtekin við rekstri Gróðrarstöðvarinnar Árt...

Göngur og góður reiðtúr
Bóndinn 13. september 2024

Göngur og góður reiðtúr

Á Fjöllum 2 í Kelduhverfi stunda Berglind Ýr Ingvarsdóttir og Jóhannes Guðmundss...

Farsæl gúrkutíð
Bóndinn 30. ágúst 2024

Farsæl gúrkutíð

Gúrkuplantan vex hratt á garðyrkjustöðinni Gufuhlíð í Biskupstungum en fjölskyld...

Endalaus verkefnalisti
Bóndinn 16. ágúst 2024

Endalaus verkefnalisti

Ofaldar hryðjuverkahænur, rótargrænmeti, ferðamenn og kindur þrífast vel á Þurra...

Svín og korn
Bóndinn 12. júlí 2024

Svín og korn

Bændurnir í Laxárdal stunda svína- og kornrækt en lesendur munu geta fylgst með ...

Góð samvinna
Bóndinn 28. júní 2024

Góð samvinna

Þau Eyjólfur Ingvi Bjarnason og Guðbjört Lóa Þorgríms- dóttir tóku við búinu Ásg...

Reksturinn í góðum höndum
Bóndinn 14. júní 2024

Reksturinn í góðum höndum

Bústjóri og fjósameistari Flateyjar á Mýrum taka nú við keflinu en lesendur geta...

Með korn og kýr í haga
Bóndinn 31. maí 2024

Með korn og kýr í haga

Nú kynnast lesendur búskapnum á Reykjahlíð í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, en við ...