Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Smásjármynf af Tritrichomonas foetus
Smásjármynf af Tritrichomonas foetus
Mynd / wikipedia.org
Fréttir 26. janúar 2022

Tritrichomonas greindist í ketti

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sníkjudýrið Tritrichomonas foetus greindist nýverið í fyrsta sinn á Íslandi, í sýni úr ketti. Sníkjudýrið getur valdið krónískum niðurgangi í köttum. Ólíklegt er að sú gerð sníkjudýrsins sem lifir í köttum geti valdið sýkingum í öðrum dýrum og það er almennt ekki talið hættulegt fólki.

Í tilkynningu á heimasíðu Mast segir að saursýni úr ketti með krónískan niðurgang hafi nýlega verið sent til rannsóknar á rannsóknarstofuna „Finn Pathologist“ í Bretlandi frá Gæludýraklíníkinni í Reykjavík.

Í sýninu greindist meðal annars sníkjudýrið Tritrichomonas foetus sem er svipudýr, einfrumungur af ættbálki protozoa. Matvælastofnun hefur ekki áður borist tilkynning um greiningu á þessu sníkjudýri hér á landi.

Sníkjudýrið er þekkt sem orsakavaldur að krónískum niðurgangi í köttum. Annað afbrigði af sníkjudýrinu sem ber sama heiti veldur fósturláti í kúm snemma á meðgöngu. Fósturlát af völdum T. foetus er tilkynningarskyldur smitsjúkdómur í nautgripum hér á landi, en hefur aldrei greinst. Sníkjudýrið í köttum er frábrugðið því sem finnst í kúm og ekki er talið að kettir beri smit í nautgripi.

Enn ein gerð af þessu sníkjudýri, sem kallast Tritrichomonas suis finnst í svínum, og þá gjarnan í nefholi eða meltingarvegi. Út frá rannsóknum á genamengi T. suis er það mun líkara T. foetus í nautgripum, en því afbrigði sem finnst í meltingarvegi katta. T. suis hefur aldrei greinst hér í landi.

Í örfáum tilvikum hefur Tritrichomonas foetus greinst í fólki erlendis og hefur þá verið um að ræða fólk með ónæmisbælingu af einhverjum orsökum.

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...