Bólstrað brauð
Brauðbakstur heima er ekki alltaf auðveldur. Flatbrauð er þó auðveldara en brauðhleifur og vasabrauð eða pítubrauð situr þar mitt á milli. Það erfiðasta er oft hvað það tekur stundum langan tíma. Jafn vel marga daga. Þetta pítubrauð tekur rétt um þrjá klukkutíma og bara einn virkan – sem er ekkert í þessum fræðum.
