María Björk, dóttir Björgvins Steindórssonar, tók á móti heiðursverðlaunum garðyrkjunnar fyrir pabba sinn sem átti ekki heimangengt þegar verðlaunin voru afhent. Hún er hér með forseta Íslands.
Hjörtur Þorbjörnsson, forstöðumaður Grasagarðs Reykjavíkur, tók á móti viðurkenningunni úr hendi forseta Íslands.
Sigurður Halldórsson, framkvæmdastjóri Fengs, með viðurkenninguna frá Hveragerðisbæ, ásamt forseta Íslands og Friðriki Sigurbjörnssyni, varaformanni umhverfisnefndar.
Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri með umhverfisverðlaunin sín sem Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra afhenti.
Eiginkonur Ólafs Ragnars og Sigurðar Inga, þær Dorrit Moussaieff og Elsa Ingjaldsdóttir, voru leystar út með glæsilegum blómvöndum frá Espiflöt í Biskupstungum.
Mæðgurnar Guðríður Helgadóttir, staðarhaldari á Reykjum, og dóttir hennar, Brynhildur Erla Finnbjörnsdóttir, nemandi í Tónlistarskóla Kópavogs, spiluðu nokkur lög við hátíðarathöfnina. Myndir / Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ólafur Ragnar og Sigurður Ingi fengu ekki að yfirgefa Garðyrkjuskólann fyrr en þeir voru búnir að fá glæsilegar grænmetiskörfur að gjöf sem innihélt grænmeti ræktað í Garðyrkjuskólanum.