PBI kertaframleiðsla

Stundum hendir fólk kertunum sínum beint í ruslið, líkt og eigandi þessa kertis sem Jón M. heldur hér á, búið að nota um það bil 5%. PBI tekur á móti kertastubbum og vaxafgöngum og endurnýtir.
Það eru mörg handtökin við kertagerðina.
Verið að ganga frá kertum fyrir álímingu og pökkun.
Hjá PBI eru framleidd um 25 þúsund útikerti á ári. Hér er verið að ganga frá þeim og pakka.
Um þessar mundir er kertaframleiðsla í hámarki hjá Plastiðjunni Bjargi-Iðjulundi og leggjast allir á eitt um að anna eftirspurn. Hér er Kristín Hreiðarsdóttir að líma miða á kertin.