Þessi trukkur frá Svíþjóð var ekkert slor og er notaður til að flytja úrgang úr sláturhúsum í Norður-Svíþjóð.
Norski van-klúbburinn sýndi meðal annars þessa flottu og vel viðhöldnu van-bíla af Chevrolet-gerð.
Scania R560 í eigu Berthon Jönsson frá Svíþjóð vakti mikla athygli á sýningunni.
Chevrolet 3100 árgerð 1951 í eigu Anders Frostad frá Noregi var glæsilegur að sjá.
Þeir voru hver öðrum glæsilegri, gömlu vörubílarnir.
Þessi glæsilegi Buick „Confetti“, árgerð 1952, í eigu sænsku hjónanna Ulf og Mari Kusendahl vann til nokkurra verðlauna á sýningunni og var meðal annars valin flottasti bíll Skandinavíu. Myndir / Erla Hjördís Gunnarsdóttir
Woodrod Mark 1 var framleiddur á þessu ári og er hugarsmíð Andreas Hermansson frá Vimmerby í Svíþjóð.
Woodrod Mark 1 var framleiddur á þessu ári og er hugarsmíð Andreas Hermansson frá Vimmerby í Svíþjóð.
Þessi Dodge Ram var af nýrri gerðinni, eða 2004 árgerð, í eigu Svíans Viktor Svensson og var hann auglýstur til sölu. Það voru margir sem höfðu gaman af að skoða speglana undir bílnum þar sem sást vel í gljáfægt undirstellið.