Yfir 120 manns komu í heimsókn í Fellshlíð í tilefni af því að eitt ár var liðið frá uppsetningu fyrsta GEA-mjaltaþjónsins á Íslandi, en hann er frá Líflandi.
Þær breytingar sem gerðar voru á húsakosti sem fyrir var í Fellshlíð kostuðu helmingi minna fé en ef ráðist hefði verið í að byggja nýtt fjós á staðnum.
Ábúendur í Fellshlíð í Eyjafjarðarsveit, Elín Margrét Stefánsdóttir og Ævar Hreinsson, ásamt börnum sínum, Erni, Þór og Evu Ævarsbörnum. Elsta soninn, Jóhann Jóhannesson, sem er þjónustufulltrúi hjá Líflandi, vantar á myndina.