Matarmarkaður Búrsins 2017 í Hörpu

Ostaverslunin Búrið er ekki bara með osta, heldur alls kyns sultur, chutney og fleira.
Guðný Harðardóttir frá Gilsárstekk kom með Breiðdalsbita og kæfu að austan.
Dóra Svavarsdóttir rekur Culina veitingar og býr til ljúfmetisvörur sem gestir bragða hér á.
Ostaverslunin Búrið er ekki bara með osta, heldur alls kyns sultur, chutney og fleira.
Geitfjárafurðir frá Háafelli; kjöt, sápa, baðsölt, krem og fleira.
Eyjólfur Friðgeirsson, eigandi Íslenskrar hollustu, gefur að smakka og fræðir gesti um vörur sínar úr náttúrunni sem eru af margvíslegu tagi; jurtate, krydd, sultur, söl, þari, fjallagrös og ýmislegt fleira.
Þessar voru ánægðar með ostasnakkið frá Lava Cheese.
Eymundur Magnússon frá Móður Jörð var að sjálfsögðu á svæðinu með fjölbreytta vörulínu.
Aðsóknin á markaðinn var mjög góð.
Ferðamenn gæða sér á gulrótarsmárétti úr smiðju Gísla Matthíasar Auðunssonar.
Á Sólheimum er gróskumikil framleiðsla, t.a.m. súrkál, sultur, marmelaði og pastasósur.
Gulrótinni var sérstaklega hampað á markaðnum. Hér eru vörur frá SR grænmeti á Flúðum.
Krydd & Tehúsið.
Lesið á innihaldslýsinguna á smyrsli sem minkabændurnir á Syðra-Skörðugili framleiða.
Urta Islandica kynnti fjölbreytt vöruúrval; salttegundir, jurtate, jurtasíróp, sultur og krydd.
Súkkulaði frá Omnom hefur mikið aðdráttarafl.