Léttir Akureyri

Glæsilegust af mörgum glæsilegum þátttakendum í Bellutölti var Auður Hallsdóttir, sem klæddist rauðum kjól svo miklum að huldi nánast knapa og hest.
Allt ætlaði vitlaust að verða í salnum þegar Agnar Þór í Garðshorni, nýbakaður faðir, kom í salinn á Sirkus, en þeir áttu frábæra sýningu.
Bjarki Fannar Brynjuson, efnilegur knapi úr hestamannafélaginu Hring á Dalvík, hlaut þann heiður að vera valin Bjartasta vonin 2016. Með honum á myndinni er Kristín Ellý, Bjartasta vonin 2015.
Jakob Jónsson greip í gítarinn og brast í söng við fögnuð viðstaddra.
Siguroddur á Stegg frá Hrísdal, sem er einstaklega litfagur hestur með mikla útgeislun.
Viðar Bragason sýndi hestagullið Lóu frá Gunnarsstöðum en Lóa er gríðarlega hágeng og skrefmikil hryssa.
Skeiðdrottningin Líney og Brattur á fljúgandi ferð.