Iðandi mannlíf í Víðidal

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir alþingiskona fór fyrir hópreið hestamanna á setningarhátíðinni en hún er kunnug Fákskona sem lét til sín taka í keppnum á sínum yngri árum.
Hátíðlegur blær var yfir setningarathöfninni. Fulltrúi frá Félagi tamningamanna og prúður vindóttur hestur í forgrunni.
Það er eflaust mikil og gleðileg upplifun að fá að koma fram á Landsmótinu frammi fyrir þúsundum áhorfenda með hestinn sinn.
Stúlka úr hestamannafélaginu Létti ásamt fák sínum.
Tvö pör af bræðrum. Guðni Ágústsson, tvíburarnir Þorgeir og Jón Vigfússynir ásamt Sverri Ágústssyni.
Litla-Brekka í Eyjafirði var kjörið keppnishestabú ársins 2017. Vignir Sigurðsson hrossabóndi kom fram með nokkra úrvalsgæðinga úr ræktuninni.
Útbúnaður sem vakti athygli. Þessi hjón voru við öllum veðrum og vindum búin, lokuðu svo að sér á milli atriða.
Þorvaldur Kristjánsson hrossaræktar-ráðunautur og Hulda Gústafsdóttir, tamningakona og knapi, eru miklir mátar.
Jóna Dís Bragadóttir, varaformaður LH, Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Sigurbjörn Bárðarson afreksknapi og Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnarráðherra tóku þátt í setningarathöfninni.