Heyannir til sveita

Þessi Massey Ferguson er að verða 60 ára á næsta ári, árgerð 1958. Hann kom með flóabátnum Baldri yfir Breiðafjörðinn árið 1977 frá frá Helgafelli í Helgafellssveit. Vélin var gerð upp síðastliðinn vetur af Þórði bónda í Árbæ í Reykhólasveit. Að sögn eigenda stendur Massinn sig vel í snúningum í heyskapnum, við rakstur og fleira. Mynd / Ása Björg Stefánsdóttir
Lokið við rakstur í miðnætursól á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum 19. júní síðastliðinn. Mynd / Engilbert Þórir Atlason
Svona er útsýnið hjá bændunum í Fagradal þegar þeir eru við slátt. Mynd / Jónas Erlendsson
Stundum slitnar rúllufilman eða rúlla klárast í miðjum klíðum. Mynd / Ásta Sigurðardóttir
Óttalegt bras er þetta! Bóndinn á Staðarbakka í Helgafellssveit við rúlluvélina. Mynd / Ásta Sigurðardóttir
Haraldur á Dagverðareyri í Eyjafirði að slá nýrækt. Mynd / Jón Stefán Sævarsson
Baulan er enn á sínum stað árið 2017.Mynd / Þórhildur Þorsteinsdóttir
Rúllað á Þverlæk í Holtum með Heklu í baksýn. Það er tímanna tákn að yfirleitt eru dráttarvélarnar mannlausar þegar myndir eru teknar úti í flekk því það er ökumaðurinn sjálfur sem er á bakvið myndavélina – eða snjallsímann. Ekki þarf margar hendur til þess að heyja af af stórum túnum eins og forðum daga. Mynd / Hafsteinn Kristinsson
Fáir heyja orðið með gamla laginu en fólkið á Árbæjarsafni virðist kunna réttu handtökin. Karlarnir með orf á ljá og kvenfólkið rakar. Eitthvað virðist sá elsti þó vera að segja ungu mönnunum til!Mynd / Daði Marteinsson