Handverkshátíð 2018

Það var höfundur Yarm sem fékk titilinn handverksmaður ársins 2018, en það er Erla Svava Sigurðardóttir sem hannar og framleiðir undir merkinu Yarm.
Alda Erlingsdóttir hjá Aldörk hlaut verðlaun fyrir besta bás sýningarinnar.
Þjóðbúningum var gert hátt undir höfði á Handverkssýningunni í ár og allir sem mættu í þjóðbúning á hátíðina þurftu ekki að greiða aðgangseyri.
Íslenskir leirfuglar hlutu verðlaunin Nýliði ársins.