Björgvin Örn Eggertsson, verkefnastjóri að Reykjum, var kynnir á hátíðinni og fannst ekki leiðinlegt að geta kynnt á svið gamlan skólabróður, fyrrverandi Garðhrepping og núverandi Garðbæing á Bessastöðum, Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands.
Guðríður Helgadóttir, forstöðumaður að Reykjum, sagðist gleðjast yfir því að loksins í ár hafa yfirvöld séð þann kost í stöðunni að það væri kominn tími til að setja fjármagn í þennan skóla með endurbótum á húsnæði ríkisins.
Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra afhenti Katrínu Á. Árnadóttur í Ecospíru hvatningarverðlaunin 2017. Talið frá vinstri: Björgvin Örn Eggertsson, verkefnastjóri að Reykjum, Guðríður Helgadóttir forstöðumaður, Katrín Á. Árnadóttir í Ecospíru og Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra.
„Auðvitað vil ég nefna hér líka hvað það er gott að vera hér og gaman sunnan heiða í þessari hlýju og þessu notalega andrúmslofti – sérstaklega af því að ég var á Akureyri í gærkvöldi,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson og beindi orðum kankvísinn til Norðlendingsins Kristjáns Þórs Júlíusssonar.
Garðyrkjustöð dvalarheimilisins Áss hlaut umverfisverðlaun Hveragerðisbæjar í ár. Það var Valdimar Ingi Guðmundsson sem tók við verðlaununum úr hendi Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands. Með þeim á myndinni er Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri Hveragerðisbæjar.
Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra afhenti umhverfisverðlaun Ölfuss 2017. Þau hlaut Magnea Magnúsdóttir, umhverfis- og landgræðslustjóri Orku náttúrunnar.
Bergdís Rúnarsdóttir, nemandi í Tónlistarskóla Kópavogs lék á fiðlu fyrir forsetann, ráðherra og aðra gesti á athöfninni að Reykjum.
Guðfinnur Jakobsson, garðyrkjubóndi í Skaftholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, hlaut garðyrkjuverðlaunin 2017. Sökum veikinda tók Gunnþór, sonur hans, við verðlaununum úr hendi Kristjáns Þórs Júlíussonar. Hér eru, talið frá vinstri: Björgvin Örn Eggertsson, Guðríður Helgadóttir, Gunnþór Guðfinnsson og Kristján Þór Júlíusson.