Espiflöt 70 ára

Eigendur Espiflatar á 70 ára afmælinu 1. maí 2018. Talið frá vinstri; Áslaug Sveinbjarnardóttir, Sveinn A. Sæland, Axel Sæland og Heiða Pálrún Leifsdóttir.
Veitingar í veislunni voru reiddar fram af mikilli snilld af starfsfólki Mikakaffi í Reykholti.
Veitingar í veislunni voru reiddar fram af mikilli snilld af starfsfólki Mikakaffi í Reykholti.
Margrét Sverrisdóttir (Maggý) hefur starfað í Espiflöt í 17 ár og er því elsti starfsmaður stöðvarinnar fyrir utan eigendur. Flutti hún tölu í afmælishófinu og greindi frá því að starfsfólkið vildi færa stöðinni örbylgjuofn að gjöf til að nota á nýju kaffistofunni.
Gunnar Þorgeirsson, bóndi í Ártanga í Grímsnesi og formaður Sambands garðyrkjubænda, kom færandi hendi og afhenti Axel forláta klukku í tilefni afmælisins. Sagði hann það mikla áskorun fyrir garðyrkjubændur að keppa við stöðugt meiri innflutning.
Nágrannar mættu að sjálfsögðu til að samfagna með eigendum og starfsfólki Espiflatar og þar voru Helena Hermundardóttir og Knútur Rafn Ármann í Friðheimum engin undantekning.
Litadýrðin er með ólíkindum í gróðurhúsunum á Espiflöt.
Rósirnar gerast ekki mikið fallegri.
Nýbyggingin er 480 m2 og tvöfaldar pökkunar- og frágangsrými stöðvarinnar.