Dagur sauðkindarinnar í Skeiðvangi

Gunnar Friðberg Sigþórsson lét sjá sig, skeggið hans vekur alltaf jafn mikla athygli.
Gestir völdu litfegursta lambið á deginum en það átti Ásta Þorbjörnsdóttir á Grjótá í Fljótshlíð, hrútinn Randver.
Þessi forystuhrútur vakti mikla athygli enda mjög fallegur og gæfur.
Gestir dagsins fengu að þukla og taka á lömbunum, fremst er Guðlaugur Jónsson, bóndi á Voðmúlastöðum, að taka á einum hrútnum.
Jóhann G. Jóhannsson átti fallegasta lambhrútinn sem fékk 90,5 í heildarstig hjá dómurunum, þar af 20 fyrir læri. Jóhann er með fé sitt á Borg í Þykkvabæ.
Skarðshlíð undir Eyjafjöllum var valið besta sauðfjárræktarbú ársins 2015. Það var Hjördís Ólafsdóttir sem tók við verðlaununum úr hendi Einars G. Magnússonar, formanns Félags sauðfjárbænda í Rangárvallasýslu.
Það voru þeir Jón Viðar Jónmundsson og Hermann Árnason sem dæmdu hrútana og fallegustu gimbrina, bændurnir biðu spenntir á meðan þegar þeir héldu í féð.