Dagur sauðkindarinnar á Hellu

Mikill áhugi er alltaf á Degi íslensku sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu en núna var sýningin haldin í fyrsta skipti í reiðhöllinni á Gaddstaðaflötum við Hellu.
Hermann Árnason á Hvolsvelli (t.v.) og Guðmundur Viðarsson í Skálakoti voru kynnar dagsins, auk þess sem Hermann sá um að dæma hrútana og gimbrarnar.
Frá vinstri, Lotta í Hemru. Steinn í Hjarðar­brekku, Kristín á Arngeirsstöðum og Hulda á Tyrfingsstöðum bera saman bækur sínar og fara yfir dómarablaðið.
Áhugasamir gestir á sýningunni, frá vinstri, Kristján og Auður í Hólum, Laufey frá Skíðbakka og Þórir og Ásdís í Miðkoti.
Kristinn Hákonarson var með smala­hunda­sýningu í reiðhöllinni. Hér er hann að sýna Sólveigu Pálmadóttur á Selfossi eitthvað sniðugt í símanum sínum. Hundurinn og kindurnar bíða á meðan.
Hjónin María Pálsdóttir og Hörður Guðmunds­son frá Böðmóðsstöðum í Bláskógabyggð mæta alltaf á Dag íslensku sauðkindarinnar og hafa gaman af.
Sauðfjárræktarbúið á Butru í Fljótshlíð var valið ræktunarbú ársins 2017 í Rangárvallasýslu á sýningunni en þar búa hjónin Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssambands sauðfjárbænda og Ágúst Jensson, hér með viðurkenningarskjalið og bikarinn sem þau fengu. Með þeim eru börnin þeirra, Valur og Auður, en Jens Eyvindur er í hvarfi. Í Butru eru um 500 vetrarfóðraðar kindur. Meðalkynbótamat ánna á búinu hefur hækkað um 0,52 stig á ári fyrir árabilið 2010–2016. Myndir / Magnús Hlynur Hreiðarsson
Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssambands sauðfjárbænda.