90 ára afmæli Léttis

Formaður Léttis og framkvæmdastjóri þess, þeir Björn J. Jónsson og Sigfús Ólafur Helgason, eru báðir heiðurfélagar Hestamannafélagsins.
Silfurmerkishafar, frá vinstri eru Þórir Tryggvason, Ragnar Ingólfsson, sem tók við merki Ingólfs Sigþórssonar, Matthías Jónsson, Haukur Sigfússon, Arna Hrafnsdóttir og Björn J. Jónsson, formaður Léttis.
Gullmerki Léttis afhent. Frá vinstri er Björn J. Jónsson, formaður Léttis, og þá koma þau Örn Viðar Birgisson, Karítas Thoroddsen, sem tók við gullmerki Páls Alfreðssonar, Sigrún Aðalsteinsdóttir, Haraldur Höskuldsson og Áslaug Kristjánsdóttir.
Sérstök veisla og uppskeruhátíð var fyrir börn og ungmenni, hér eru frá vinstri Steindór Óli Tobíasson, afreksknapi Léttis 2018 í barnaflokki og Egill Már Þórsson, afreksknapi Léttis 2018 í unglingaflokki.
Nýir heiðursfélagar Léttis, frá vinstri eru Björn J. Jónsson, formaður Léttis, Sigfús Ólafur Helgason, Ragnar Ingólfsson, Jón Björn Arason, Hólmgeir Valdemarsson og Garðar Lárusson.