Björn Harðarson er formaður deildar loðdýrabænda hjá Bændasamtökum Íslands. Hann stundar minka- og kúabúskap í Holti í Flóa og segist bjartsýnn á framtíð minkaræktar þrátt fyrir erfiðleika greinarinnar undanfarin ár.
Mynd / Ástvaldur Lárusson
Hulda Björk Haraldsdóttir og Emil Þórðarson tóku við búinu á Berustöðum um áramótin 2023-4. Draumurinn um að gerast bændur hafði lengi blundað í þeim. Mynd/Ástvaldur Lárusson
Guðni Th. Jóhannesson, fv. forseti Íslands, heldur hér á dúni sem tíndur er í æðarvarpinu á Bessastöðum. Nýlega áttu sér stað kynslóðaskipti þar sem systurnar Harpa Marín og Selma Ósk Jónsdætur tóku við sem umsjónarmenn varpsins. Mynd / Ástvaldur Lárusson
Þrátt fyrir að búa við sérstakar aðstæður, nyrst á Tröllaskaga, hafa hjónin Jóhannes Helgi Ríkharðsson og Stefanía Hjördís Leifsdóttir, bændur á Brúnastöðum í Fljótum, rekið gróskumikið blandað bú í um aldarfjórðung. Mynd / Guðrún Hulda Pálsdóttir
Fjölskyldan í Brennholti í Mosfellsdal, Tómas Ponzi, Björk Bjarnadóttir og sonurinn Egill Mikael Ponzi, sem heldur á Boldungi. Það er tómatayrki og afrakstur sjö ára ræktunarstarfs Tómasar. Mynd / Sigurður Már Harðarson
Á Hjarðarfelli í Eyja- og Miklaholtshreppi reka Sigurbjörg Ottesen og Gunnar Guðbjartsson gróskumikið kúa- og sauðfjárbú. Mynd/Guðrún Hulda Pálsdóttir
Í nyrsta sveitarfélagi Strandasýslu, Árneshreppi, hefur mikið gengið á við smalamennsku eins og víða um landið undanfarnar vikur. Melarétt, sem sést hér, er staðsett fyrir neðan fjallið Urðartind. Mynd / Delphine Briois
Bændurnir Zophonías Friðrik Gunnarsson og Hrafnhildur Björk Guðgeirsdóttir hafa byggt upp gulrófnarækt á Læk í Ölfusi. Mynd/Ástvaldur Lárusson
Í Hvammshlíð í Austur-Húnavatnssýslu hefur sauðféð aðgang að Hvammshlíðarfjalli allt árið, en langstærstur hluti hjarðarinnar kemur heim á bæ af sjálfsdáðum þegar vont veður er í aðsigi. Mynd/Karólína Elísabetardóttir
Elsa Kristín Grétarsdóttir og Sólstjarna frá Sólvangi á Landsmóti hestamanna í Víðidal í Reykjavík dagana 1.–7. júlí. Mynd / Guðrún Hulda Pálsdóttir
Feðgarnir Bergur Þór Björnsson og Birgir Smári Bergssoní við skógarhögg í skóginum á Snæfoksstöðum í Grímsnesi. Mynd / Ástvaldur Lárusson