Árni Þór Hilmarsson var hress í Hrunaréttum en hann er m.a. með töluvert af forystufé í Syðra-Langholti.
Helgi Haraldsson frá Hrafnkelsstöðum í Hrunamannahreppi kom með tvo hressa Breta í réttirnar, sem voru að kynna sér íslenska sauðfjárrækt og kynnast réttarlífinu. Báðir hafa þeir unnið fyrir stjórnvöld í Bretlandi á sviði landbúnaðarmála.
Þessar þrjár vinkonur voru vel gallaðar í rigningunni í Hrunaréttum en þetta eru, frá vinstri, þær Heiðdís Hanna frá Haukholtum, Sigrún frá Fossi og Kirsten, sem býr á Flúðum.
Karl Jónsson frá Bjargi að draga í Hrunaréttum.
Það voru allir brosandi í réttunum enda fátt skemmtilegra en að vera innan um skemmtilegt fólk.
Fjallkóngur Skeiðarétta, Ingvar Hjálmarsson á Fjalli. Hann var ánægður með ástandið á lömbunum og fénu almennt.
Birna Þorsteinsdóttir á Reykjum, bæ í næsta nágrenni við Skeiðaréttir, stundum líka kallaðar Reykjaréttir.
Gylfi Sigríðarsson í Steinsholti mætti flottur með hattinn sinn í Skeiðaréttir.
Jón K.B. Sigfússon mætti með myndavélina í Hrunaréttir 8. september en hér er hann með Þorsteini Loftssyni, bónda í Haukholtum.