Bræðurnir í Þrándarholti, þeir Ingvar (t.v.) og Arnór Hans, Þrándarsynir, ásamt konum sínum, Magneu Gunnarsdóttur og Sigríði Björk Marinósdóttur, sem eiga heiðurinn af byggingu nýja fjóssins. Með þeim er hundurinn Dimma.
Það fór vel með á með nöfnunum, Gunnari Þorgeirssyni, formanni Bændasamtakanna, og Gunnari Erni Marteinssyni, sveitarstjórnarmanni í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, þegar þeir skoðuðu nýja fjósið.
Grétar Hrafn Harðarson dýralæknir, ásamt hjónunum og kúabændunum í Hvammi í Ölfusi, Carlotte Clausen og Pétur B. Guðmundsson.
Lífland sá um veitingarnar og kaffið. Hér er Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir að störfum.
Nýja fjósið er allt hið glæsilegasta og þar fer einstaklega vel um kýrnar. Fjósið kostaði um 250 milljónir króna.
Þessi flotta og forláta dráttarvél stendur við dyrnar inn í nýja fjósið.