Guðný Rósa frá Tjörn í Bláskógabyggð mætti í Tungnaréttir með þessa glæsilega húfu en hornin á húfunni vöktu mikla athygli.
Einar Ásgeir Sæmundsen, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum og Tungnamaður, var kátur í Tungnaréttum (t.h.), hér með vini sínum Magnúsi Kristinssyni í Austurhlíð í Biskupstungum.
Guðrún Svanhvít Magnúsdóttir, fjallkóngur Tungnamanna, var mjög ánægð með lömbin og sagði þau væn og falleg. Um fjögur þúsund fjár voru í réttunum og annað eins af fólki.
Þessi ungi maður var með tvær í takinu í Tungnaréttum og fór létt með það.
Það er alltaf sungið mikið í Tungnaréttum og þá er pelinn ekki langt frá. Tveir af ráðherrum ríkisstjórnarinnar mættu m.a. í réttirnar, þær Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Guðrún Hafsteinsdóttir.
Skeggjaðir feðgar frá Kanada í Hrunaréttum en þetta eru þeir Randy Bennett, 76 ára, og sonur hans Dwayne Bennett, 55 ára. Feðgarnir voru með hjónunum Esther Guðjónsdóttur og Jóhanni B. Kormákssyni á Sólheimum í réttum. Þetta voru fyrstu réttir þeirra feðg
Guðbjörg Guðjónsdóttir, sem býr á Selfossi, lét sig ekki vanta í Hrunaréttir og dró féð í dilka eins og enginn væri morgun dagurinn.
Rebekka Öxndal frá Auðsholti mætti í sínu fínasta pússi í Hrunaréttir með hatt á höfði, sólgleraugu og í fallegu lopapeysunni sinni.
Systurnar Hanna og Gréta Ingimundardætur mættu í Hrunaréttir og mynduðu fallegt fé og fólk. Þær eru fæddar og uppaldar í Önundarfirði en búa í Hafnarfirði.
Þessir vösku sveinar mættu í Skaftholtsréttir en þeir eiga það allir sameiginlegt að vera „gamlar“ körfuboltahetjur og hafa spilað í úrvalsdeild með íslenskum liðum. Fv. Valdimar Guðlaugss., Garðar Sverriss., Þorsteinn Hallgrímss. og Sigurjón Ingvarss.
Auðunn Sæland mætti í Tungnaréttir í skyrtu og með bindi, svo ekki sé minnst á lopapeysuna og dró þannig á fullu í dilka.
Sævar Bjarnhéðinsson, sauðfjárbóndi í Arnarholti, við störf í Tungnaréttum.
Kristján Ketilsson lét sig ekki muna um að draga
í Hrunaréttum með sígarettuna í munninum.
Hann tengist bænum Kaldbaki.
Þorsteinn Loftsson, sauðfjárbóndi í Haukholtum í Hrunamannahreppi, hafði meira en nóg að gera við að draga í Hrunaréttum enda eru um 600 fjár á bænum. Með honum á myndinni er Hrafnhildur Atladóttir, framtíðarsauðfjárbóndi frá bænum Hrafnkelsstöðum