Lely 75 ára – opin fjós í Birtingaholti og Spóastöðum

Tveir mjaltaþjónar frá Lely eru í fjósinu í Birtingaholti, sem hafa reynst vel, en fyrirtækið er brautryðjandi í róbótatækninni í fjósum.
Kúabændurnir í Birtingaholti 4 en það eru þau Sigurður Ágústsson og Fjóla Ingveldur Kjartansdóttir, ásamt Heimi, syni þeirra, og konu hans, Dagnýju Lilju Birgisdóttur, og strákunum þeirra, þeim Emil (sá eldri) og Matthíasi Ara.
Fjöldi gesta mætti í opna fjósið í Birtingaholti, meðal annars Magnús H. Sigurðsson og Guðbjörg Björgvinsdóttir, sem búa í Birtingaholti og systurnar Guðbjörg og Margrét Runólfsdætur, sem búa á Flúðum.
Jóhannes Kjartansson, sölumaður hjá Lely, en á Íslandi starfa um 20 manns hjá fyrirtækinu.
Fjóla Ingveldur að sýna hvernig kálfafóstran virkar í gegnum tölvubúnaðinn, en hver kálfur er að fá um 12 lítra af mjólk á dag í fjósinu í gegnum sérstakt skömmtunarkerfi.