Davíð Garðarsson, ritari Íslandrover, fer yfir ferðaplan dagsins.
Hópurinn safnaðist saman á Hvolsvelli fyrir átök dagsins.
Mikil rigning var í Þórsmörk og því rétt stoppað til að teygja úr sér.
Átján bílar slógust með í för.
Nýir og gamlir Land Roverar af öllum gerðum við Bása.
Stjórn Íslandrover við myndarlegt safn jeppa að Völlum. Pétur Emil Júlíus Gunnlaugsson, Bjarni Sigurðsson, Davíð Garðarsson, Haukur Jensson og Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson.
Einn bíll bilaði, en með þekkingu og reynslu var því snarlega kippt í lag.