Góður fengur. Jólatré þarf að vera beint, með fallegt form, góðan lit og topp sem ber stjörnu.
Birgir Smári Bergsson, Bergur Þór Björnsson og Birna Kjartansdóttir hjá Skógræktarfélagi Árnesinga hafa í nógu að snúast við framleiðslu jólatrjáa.
Elstu trén á Snæfoksstöðum eru sextíu ára gömul og hafa náð tuttugu metra hæð.
Jólatrén eru flokkuð eftir stærð og merkt í mismunandi litum. Þau minnstu eru í kringum einn metra, á meðan þau stærstu eru meira en tveir og hálfur metri.