Fjórir viðburðir á Lífræna deginum

Vífill og Alejandra á Syðra-Holti í Svarfaðardal tóku á móti gestum úr sveitinni á Lífræna daginn, stóðu fyrir kynningum og fyrirlestrum, voru með smakk og seldu vörur. Þau buðu upp á blómkálssúpu með alls konar fersku og gerjuðu grænmeti, allt saman úr þ
Liv og Alla frá Villimey kynntu sínar lífrænt vottuðu snyrtivörur.
Akur Organics í Þistilfirði á Langanesi tóku á móti gestum til sín og buðu þeim að taka upp gulrætur sjálfir sem börnunum þótti mjög gaman. Einnig gáfu þau smakk og sýndu gestum hvað þau eru að vinna að með þeirra öflugu og stóru gulrótarækt.
Helgi Rafn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Bíóbú, og Margrét, dóttir hans, kynntu og seldu lífrænar mjólkurvörur og kjöt frá Bíóbú.
Jóhanna Vilhjálmsdóttir, Anna María Björnsdóttir og Stefán Jón Hafstein.
Eydís Magnúsdóttir og Rúnar Máni Gunnarsson, sauðfjárbændur í lífrænum búskap, héldu erindi.