Félagsstarf landshorna á milli

Jólabingóstjórarnir frá Dalvíkurbyggð, þau Herdís Geirsdóttir og Sigurjón Pálsson.
Félagskonur í Félagi eldri borgara Eyjafjarðarsveitar. Sitjandi er Guðrún Finnsdóttir, Elísabet Skarphéðinsdóttir, Helga B. Haraldsdóttir, Hanna Jóhannedóttir og Sveinbjörg Helgadóttir. Þær stöllur eru staddar uppi á Helguhóli við Grund í Eyjafirði
Það er glatt á hjalla í Húnaþingi vestra. Meistararnir Guðmundur Jóhannesson, Haraldur Pétursson og Ásbjörn Guðmundsson leika fyrir dansi á 120 manna þorrablóti Félags eldri borgara í Húnaþingi vestra þann 21. janúar sl.
Joachim B. Schmidt, höfundur bókarinnar Kalmann, kynnir verk sitt í Breiðabliki, félagsheimili þeirra eldri borgara Raufarhafnar. Hlustað er af athygli enda gerist sögusvið Kalmanns í Raufarhöfn.
Stöllurnar Erna, Lóa, Heiða og Dóra sitja við spilamennsku í Strandasýslunni.
Garðabæjarskvísur í leikfimi eins og þeim einum er lagið.
Snæfellsbæjarrokkararnir, þeir Páll Mortensen, Reynir Rúnar Reynisson og Magnús Höskuldsson spila á jólahlaðborði Félags eldri borgara þar í bæ í desember sl. við taumlausa gleði og aðdáun viðstaddra.
Einbeitingin er nauðsynleg í henni Reykjavík, enda getur eitt skref í vitlausa átt orðið til falls. Ljósmyndari myndarinnar, Einar S. Einarsson, fangar einbeitingu augnabliksins með miklum sóma.
Í Rangárvallasýslu er upplagt að spila svolítið golf og ræða heimsmálin þar í bland.
Á Ísafirði er gengið hægt um gleðinnar dyr, enda óþarfi að vera með nokkurn asa.
Þau Jóhann Þ. Bjarnason á Auðólfsstöðum og Ásgerður Pálsdóttir á Geitaskarði sitja hér við kvöldverð á Hótel Ísafirði er félagið var í skemmtiferð um Vestfirðina á dögunum.
Hveragerðisdömurnar Þyrnirósir, þær stöllur Anna Jórunn Stefánsdóttir, Jóna Einarsdóttir og Hólmfríður Kristín Kristjánsdóttir, standa fyrir skemmtun á árshátíð eldri borgara við ákafann fögnuð gesta.