Dagur íslenska fjárhundsins

Hundurinn Snjófells Sólmyrkvi, kallaður Sómi, er svartur þrílitur rakki sem m.a. hefur leikið í íslenskum sjónvarpsþáttum.
Hárafar íslenska fjárhundsins er ýmist snöggt eða loðið. Feldurinn er tvöfaldur, myndaður úr þeli og yfirhárum, þykkur og mjög veðurþolinn. Hér má sjá hundinn Dranga Kappa Keisara.
Systurnar Karen og Maren Pálsdætur eru ánægðar með ferfættu félagana, þau Stefsstells Dranga Kommu og Sóma. Mynd / ÁEÁ.
Útlit íslenska fjárhundsins er kröftugt, hann er tæplega meðalstór að hæð, með upprétt eyru og hringað skott. Hér má sjá Rosenból Súkkulaði Seif. Mynd / Þórdís Anna Gylfadóttir.
Litaflóra íslenska fjárhundsins er fjölbreytt. Aðallitir hans, í ýmsum blæbrigðum, eru gulur og rauður, leirhvítir, gráir, mórauðir og svartir. Þeir geta einnig verið blesóttir, skjömbóttir, strútóttir, sporóttir, leistóttir, löppóttir og með týru. M:ÞAG
Íslenski fjárhundurinn er þjóðarhundur Íslendinga og barst hingað til lands með landnámsmönnum. Hér má sjá Stefsstells Ísrúnu. Mynd / ÁEÁ.
Á heimasíðu íslenska fjárhundsins má lesa um að hundarnir hafi verið þjálfaðir til snjóflóðaleitar, sem meðferðarhundar fyrir einhverf börn og að sjálfsögðu til smalamennsku. Hér má sjá hundinn Sunnusteins Kappa. Mynd / ÁEÁ.